Um Nei ráðherra

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/03/2004

3. 3. 2004

Nei ráðherra er útvarpsþáttur þar sem fjallað er um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt verður við áhugaverða einstaklinga sem hafa sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál. Þátturinn er á Útvarpi sögu alla föstudaga milli klukkan 17 til 18. Stjórnendur þáttarins eru Sigurður Hólm Gunnarsson, Haukur Örn […]

Nei ráðherra er útvarpsþáttur þar sem fjallað er um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt verður við áhugaverða einstaklinga sem hafa sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál.

Þátturinn er á Útvarpi sögu alla föstudaga milli klukkan 17 til 18. Stjórnendur þáttarins eru Sigurður Hólm Gunnarsson, Haukur Örn Birgisson og Hinrik Már Ásgeirsson.


Upptökur af þættinum verða reglulega birtar á www.skodun.is/nei_radherra auk þess sem þar verður að finna umfjöllun um ýmislegt sem tengist þættinum.

Áhugasamir geta sent stjórnendum þáttarins spurningar og/eða tillögur á netfangið nei_radherra@skodun.is.

Um stjórnendur þáttarins:
Haukur Örn Birgisson er lögfræðinemi á lokaári. Hefur hann tekið þátt af miklum krafti í stjórnmálum sem fyrrverandi ritstjóri Frelsi.is og varaformaður Heimdalls. Haukur er núverandi formaður Frjálshyggjufélagsins og heldur úti vef sínum www.haukurorn.com.

Sigurður Hólm Gunnarsson er sjálfstætt starfandi blaðamaður og ritstýrir vefritinu www.skodun.is.

Hinrik Már Ásgeirsson er tölvunarfræðinemi á lokaári. Hann er formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur skrifað tugi greina á vefritið www.politik.is.

Úvarp saga – FM 99,4

Deildu