Áhugaverð heimildarmyndahátíð

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/11/2003

10. 11. 2003

Félagsskapurinn Gagnauga stendur fyrir afar áhugaverðri heimildarmyndahátíð þessa dagana sem allir ættu að kíkja á. Gagnauga heldur úti vefnum www.gagnauga.net og þar segir að markmið félagsins sé að „koma á framfæri og kynna róttæk og gagnrýnin sjónarmið sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um.“ Í myndunum er meðal annars fjallað um utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hún […]

Félagsskapurinn Gagnauga stendur fyrir afar áhugaverðri heimildarmyndahátíð þessa dagana sem allir ættu að kíkja á. Gagnauga heldur úti vefnum www.gagnauga.net og þar segir að markmið félagsins sé að „koma á framfæri og kynna róttæk og gagnrýnin sjónarmið sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um.“ Í myndunum er meðal annars fjallað um utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hún harðlega gagnrýnd enda ljóst að þarlend stjórnvöld bera ábyrgð á miklum grimmdarverkum víðs vegar um heiminn.


Á vefsíðu Gagnauga segir enn frekar:

„Sannleikurinn er sjaldan hlutlaus en getur verið mjög pólitískur og viðkvæmur. Það er a.m.k. mjög sanngjarnt að fólk fái tækifæri til þess að kynna sér aðra sýn á heiminn en hefðbundnir fjölmiðlar bjóða upp á og geti tekið sjálfstæða afstöðu út frá því.“

Það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð. Félagarnir í Gagnauga eiga hrós skilið fyrir að reyna vekja fólk til umhugsunar með þessum hætti. Hvet ég hér með alla sem hafa áhuga á alþjóðamálum og réttlæti í heiminum til að kíkja þessa hátíð, en henni líkur að öllu óbreyttu 26. nóvember.

Dagskrá hátíðarinnar:

Nánari upplýsingar eru að finna á vefnum www.gagnauga.net

Deildu