Tveir fundir um aðskilnað

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/10/2003

30. 10. 2003

Í fyrradag fór ég á opinn fund hjá Frjálslynda flokkunum um aðskilnað ríkis og kirkju og í gærkvöld var haldinn fundur um sama efni hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fundurinn hjá Frjálslynda flokknum var nokkuð fjölmennur og fluttu þeir Halldór Reynisson fulltrúi Biskupstofu og Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins áhugaverðar framsöguræður. Fundurinn […]

Í fyrradag fór ég á opinn fund hjá Frjálslynda flokkunum um aðskilnað ríkis og kirkju og í gærkvöld var haldinn fundur um sama efni hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fundurinn hjá Frjálslynda flokknum var nokkuð fjölmennur og fluttu þeir Halldór Reynisson fulltrúi Biskupstofu og Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins áhugaverðar framsöguræður. Fundurinn hjá Heimdalli var vægast sagt fámennur, en þó nokkuð áhugaverður.

Langflestir þeir sem mættu á ofangreinda fundi voru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þeir fáu sem setja sig á móti aðskilnaði vitna yfirleitt í meinta yfirburði kristins siðferðis og tala um að það geti verið hættulegt siðferði þjóðarinnar ef ríki og kirkja verði aðskilin.

Erindi Halldórs Reynissonar á fundi Frjálslynda flokksins var áhugavert og gat ég verið sammála mörgu sem hann sagði. Hann sagðist vera fylgjandi trúfrelsi og að mannréttindi manna verði tryggð. Hann sagði kirkjuna verða að ræða þessi mál opinskátt og taka virkan þátt í umræðunni.

Guðjón Arnar kynnti lagafrumvarp Frjálslynda flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju og fjallaði um stefnu flokksins í málinu. Guðjón þóttist viss um að frumvarpið fengist ekki samþykkt á þessu þingi, ekki með núverandi stjórnarmeirihluta.

________

Einn skemmtilegur guðfræðinemandi1 tók þátt í fundinum hjá Heimdalli í gærkvöld. Hann vildi meina að lögin okkar væru byggð á boðorðunum og að menntun og hjúkrun væri kristinni trú að þakka. Þegar ég minnti hann á sjúkrahús hefði fylgt mannkyninu löngu áður en kristin trú varð útbreidd og að múslimar (sem hann kallaði ítrekað ranglega Múhameðstrúarmenn) hefðu haft mun betri sjúkrahús á miðöldum en kristnir, sagði hann það rangt. Hann hélt því reyndar fram að sjúkrahús múslima hefðu aðeins verið til handa ríku fólki. Þessi fullyrðing guðfræðingsins er í engu samhengi við raunveruleikann en þetta er víst kennt í guðfræðideildinni.

Ég vitna Encyclopædia Britannica þar sem segir:

„As early as 4000 BC religions identified certain of their deities with healing. The temples of Saturn, and later of Asclepius in Asia Minor, were recognized as healing centres. Brahmanic hospitals were established in Sri Lanka as early as 431 BC, and King Asoka established a chain of hospitals in Hindustan about 230 BC. Around 100 BC the Romans established hospitals (valetudinaria) for the treatment of their sick and injured soldiers; their care was important because it was upon the integrity of the legions that the power of Rome was based.“

Constantine rómarkeisari bannaði hins vegar öll heiðin sjúkrahús eftir að hann sjálfur tók kristna trú. Þannig gátu aðeins kristnir starfrækt sjúkrahús. Sjúkrahús í kristnu Evrópu á miðöldum voru hins vegar varla samanburðarhæf við þau sjúkrahús sem arabar starfræktu á sama tíma:

„Throughout the Middle Ages, but notably in the 12th century, the number of hospitals grew rapidly in Europe. The Arabs established hospitals in Baghdad and Damascus and in Córdoba in Spain. Arab hospitals were notable for the fact that they admitted patients regardless of religious belief, race, or social order.“

Í History of Hospitals segir jafnframt:

„During the 7th century, the new evangelical religion of Islam began to preserve the classical learning still extant, which it later yielded to the European world. The development of efficient hospitals was an outstanding contribution of Islamic civilization. The Roman military hospitals and the few Christian hospitals were no match for the number, organization, and excellence of the Arabic hospitals.“

Þær fullyrðingar guðfræðingsins verðandi, að lög landsins séu byggð á boðorðunum, er auðvitað einnig rangar. En ef svo væri þá getur hann ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að boðorðin voru ekki kristin uppfinning.

Encyclopædia Britannica:

„The Commandments contain little that was new to the ancient world and reflect a morality common to the ancient Middle East.“

„[b]ody of ancient Hebrew law codes found in various places in the Old Testament and similar to earlier law codes of ancient Middle Eastern monarchs—such as the Code of Hammurabi , an 18th–17th-century-BC Babylonian king, and the Code of Lipit-Ishtar, a 20th-century-BC king of the Mesopotamian city of Eshnunna. The codes of both Hammurabi and Lipit-Ishtar are described in their prologues as imparted by a deity so that the monarchs might establish justice in their lands. Such law codes thus had the authority of divine command.“

Andstæðingar fjalla um aukaatriði
Það er áhugavert að fylgjast með málflutningi þeirra sem eru á móti aðskilnaðar ríkis og kirkju. Þeir skauta framhjá því sem skiptir máli. Það er trúfrelsi, jafnrétti og umburðarlyndi. Þess í stað er fjallað um meinta yfirburði hinnar lútersku kirkju.

Aðskilnaður ríkis og kirkju gengur út á að afnema lagaleg, félagsleg og fjárhagsleg forréttindi eins trúarhóps. Í lýðræðisþjóðfélagi eiga allir að vera jafnir fyrir lögum. Stjórnvöld eiga að
tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa, ekki að stjórna því hvaða lífsskoðun almenningur aðhyllist. Guðfræðineminn sem mætti á fund Heimdallar taldi það mikla ógn við siðferði Íslendinga ef ríki og kirkja yrðu aðskilin, enda kristið siðferði yfir annað siðferði hafið.

________

1) Guðfræðineminn góði var ekki sáttur við málflutning minn á fundinum og sakaði mig ítrekað um að fara með rangfærslur. Hann sagðist hafa sínar upplýsingar úr guðfræðideildinni og þær væru greinilega áreiðanlegri. „Þessir menn hafa engan hag af því að ljúga“ sagði hann um guðfræðingana í Háskólanum. Ég sagði honum að ég hefði nú oft lent í rökræðum við guðfræðinga sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala. Vegna þess að ég er nýlega búinn að skrifa grein um Martein Lúter benti ég honum á að fæstir guðfræðingar virðast vita að Lúter var gyðingahatari.

Viðbrögð hans voru áhugaverð. Hann sagði það rugl í mér að Lúter hafi verið gyðingahatari. „Þó hann hafi sagt eitthvað neikvætt um gyðinga þýðir það ekki að hann hafi verið gyðingahatari“.

Ég benti honum rólega á að Lúter hefði reyndar skrifað heila bók „Um gyðingana og lygar þeirra“ þar sem hann hvatti til morða og annarra mannréttindabrota á gyðingum.

„Kjaftæði“ var svarið sem ég fékk frá guðfræðinemanum. Gyðingahatur Lúters er greinilega bara lygi fyrst það er ekki kennt í guðfræðinni…

Deildu