Fjallað um verndun heimildarmanna

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/10/2003

16. 10. 2003

Skemmtilegar umræður voru um lekann á stefnuræði forsætisráðherra á pressukvöldi Blaðamannafélags Íslands sem haldið var fyrr í kvöld. Flestir fundargestir virtust sammála um að Stöð 2 hefði verið í fullum rétti til að flytja fréttir um stefnuræðuna enda var fréttastofan sjálf ekki bundin neinum trúnaði. Ekki voru þó allir sammála um hversu fréttnæm stefnuræðan var. […]

Skemmtilegar umræður voru um lekann á stefnuræði forsætisráðherra á pressukvöldi Blaðamannafélags Íslands sem haldið var fyrr í kvöld. Flestir fundargestir virtust sammála um að Stöð 2 hefði verið í fullum rétti til að flytja fréttir um stefnuræðuna enda var fréttastofan sjálf ekki bundin neinum trúnaði. Ekki voru þó allir sammála um hversu fréttnæm stefnuræðan var.

Tilraunir DV til að hafa upp á þeim sem lét fréttamann Stöðvar 2 fá ræðuna voru nokkuð gagnrýndar á fundinum. En blaðamaður DV sendi fréttastofu Stöðvar 2 fyrirspurn þess efnis. Voru allir sem tóku til máls sammála því að það væri ekki við hæfi að ein fréttastofa gerði tilraun til þess að fá aðra fréttastofu til þess að brjóta þannig siðareglur blaðamanna.

Nokkur umræða var um nýtt lagafrumvarp Samfylkingarinnar „um breytingu á ýmsum lögum til verndar trúnaðarsambandi fjölmiðlamanna og heimildar- manna þeirra og til verndar starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga vegna upplýsingagjafar í þágu almannaheilla.“ Var ekki að heyra annað en að fundargestir væru ánægðir með frumvarpið og var bent á að svipuð lög væru í gildi víðs vegar í nágrannalöndum okkar.

Deildu