Pólitísk átök snúast í dag yfirleitt um baráttu íhaldsmanna og frjálslyndra. Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið talinn eitt helsta vígi íhaldsmanna hér á landi en nú er von til þess flokkurinn muni smá saman færast í frjálsræðisátt. Ný grein á vefriti ungra framsóknarmanna, www.maddaman.is vekur þessa von.
Framsóknarmenn hafa yfirleitt verið hörðustu andstæðingar þess að ríki og kirkja verði aðskilin. Fyrir nokkrum dögum benti undirritaður á
Í ágætri grein eftir Jón Einarsson, stjórnarmann í Félagi ungra framsóknarmanna á Skagafirði og varamanni í stjórn SUF, kemur fram að unga fólið í flokknum er ekki sammála varaformanni sínum.
Jón, sem styður aðskilnað ríkis og kirkju, segir meðal annars:
Eins væri ekki úr vegi að kirkjunnar menn, með herra biskupinn í broddi fylkingar, tækju nú á sig rögg og hættu að leggja stein í götu þeirra sem vilja vinna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Þá fyrst þegar fólk getur notið raunverulegs trúfrelsis verður hægt að tala um að myrkrið sé að hopa.
Afstaða unga fólksins í Framsókn ætti að vera öllum þeim sem berjast fyrir trúfrelsi á Íslandi mikil gleðitíðindi.
Sjá grein Jóns:
Hvar skyldi nú mest myrkrið vera?