Frábærir tónleikar Evergrey – myndir á netið

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

14/09/2003

14. 9. 2003

Lítið hefur farið fyrir uppfærslum á þessari síðu síðustu daga og eru margar skýringar á því. Ein er sú að ég hef verið upptekinn við að aðstoða sænsku metalsveitina Evergrey við tónleika og ferðalög hér á landi. Þorsteinn frændi stóð að því að flytja Evergrey til Íslands og hélt hljómsveitin tónleika á Gauknum 9. og […]

Lítið hefur farið fyrir uppfærslum á þessari síðu síðustu daga og eru margar skýringar á því. Ein er sú að ég hef verið upptekinn við að aðstoða sænsku metalsveitina Evergrey við tónleika og ferðalög hér á landi.


Þorsteinn frændi stóð að því að flytja Evergrey til Íslands og hélt hljómsveitin tónleika á Gauknum 9. og 10. september. Ég aðstoðaði Steina eftir bestu getu meðal annars með því að keyra bandið um Ísland. Þetta var tímafrek en mjög skemmtileg upplifun þar sem að ég hef verið aðdáandi Evergrey. Þetta reyndust vera hinir fínustu drengir og virkilega gaman að kynnast þeim. Ég og Steini fórum meðal annars með þá til Þingvalla auk þess sem við sýndum þeim Gullfoss og Geysir.

Evergrey á ÍslandiÉg er ekki frá því að ég hafi saknað síða hársins nokkuð síðustu daga. 🙂

Annars er ljóst að ég er orðinn hundgamall, er með hálsríg og bakverki eftir aðeins tveggja daga rokk…

En hvað um það? Ég hef sett myndir af ferðalagi Evergrey um landið á vefinn.

Deildu