Brjáluðu múslimarnir og heilugu guðsmennirnir í Ísrael

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

05/09/2001

5. 9. 2001

Ég horfði á hinn stórmerkilega þjóðmálaþátt Ísland í dag á Stöð 2 í gær. Þar var umfjöllunarefnið ástandið í Ísrael/Palestínu. Jón Ársæll og Andrea Róberts sáu um þáttinn að þessu sinni og fengu þau tvo bókstafstrúaða rugludalla frá sjónvarpsstöðinni Omega til þess að útskýra ástandið. (já ég sagði rugludalla. Þið hefðuð átt að sjá hvað […]

Ég horfði á hinn stórmerkilega þjóðmálaþátt Ísland í dag á Stöð 2 í gær. Þar var umfjöllunarefnið ástandið í Ísrael/Palestínu. Jón Ársæll og Andrea Róberts sáu um þáttinn að þessu sinni og fengu þau tvo bókstafstrúaða rugludalla frá sjónvarpsstöðinni Omega til þess að útskýra ástandið. (já ég sagði rugludalla. Þið hefðuð átt að sjá hvað ég skrifaði fyrst áður en ég ákvað að ritskoða sjálfan mig).


Niðurstaðan úr þessari merku hlutdrægu umfjöllun kom nú ekki á óvart. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er auðvitað snarbrjáluðu múslimunum að kenna sem hafa almennt gaman af því, trú sinnar vegna, að sprengja saklaus börn og sjúkrahús. Við fengum líka að vita að múslimar, sem fá trú sína frá djöflinum, eru á góðri leið með að taka yfir heiminn með ofbeldi og villitrú sinni. Þetta fannst Omega mönnunum auðvitað stórhættulegt þar sem trúarbrögð múslima eru byggð á ofbeldi sem er náttúrulega þveröfugt við trúarbrögð kristinna („Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna.“ (1. Samúelsbók 15; 3) eða ,,Heill þeim er þrífur ungabörn þín og slær þeim niður við stein“ (Sálmarnir 137; 9))

…Þvílíkt og annað eins bull. Það mætti halda að mennirnir hafi aldrei lesið sagnfræðibækur né Biblíuna. Kannski kunna þeir ekki að lesa? Hver veit? Maður þarf ekki að lesa þegar maður veit sannleikann.

Tvær athugasemdir

Í fyrsta lagi:
Hvernig dettur fréttastofu Stöðvar 2 í hug að leyfa tveim bókstafstrúuðm kristnum mönnum að predika hatursáróður sinn gegn múslimum algerlega gagnrýnislaust? Ég er handviss um að fullt af fólki sem sá þetta og veit lítið um sagnfræði og trúarbrögð hafi trúað öllu því sem þessir froðupredikarar sögðu. En nær allt sem þeir sögðu var beinlínis ósatt. Er það ekki hlutverk fréttastofu Stöðvar 2 að uppfræða almenning með staðreyndum á eins hlutlausan hátt og hægt er?

Í öðru lagi:
Hvað í ósköpunum var Andrea Róberts að gera þarna? Með fullri virðingu fyrir manneskjunni þá er ljóst að hún hefur ekkert að gera með að fjalla um svona mál. Hún hefur greinilega hvorki þekkingu né hæfileika til þess.

Bókstafstrú er augljóslega það sem veldur hryllingnum í Palestínu. „Guði sé lof“ að íslenskir bókstafstrúarmenn eru valdlausir og ekki á þingi Íslendinga… AMEN.

Deildu