Kennum gagnrýna hugsun

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/01/2004

30. 1. 2004

Það gladdi mig nokkuð að lesa grein dagsins (Um frjálsa hugsun og frelsi í menntamálum) á www.frelsi.is í dag. Ekki af því að ég er endilega sammála öllu því sem fram kemur í greininni heldur fyrst og fremst vegna þeirrar skoðunar höfundar að hann telji að það eigi að kenna gagnrýna hugsun í skólum. Þessu […]

Það gladdi mig nokkuð að lesa grein dagsins (Um frjálsa hugsun og frelsi í menntamálum) á www.frelsi.is í dag. Ekki af því að ég er endilega sammála öllu því sem fram kemur í greininni heldur fyrst og fremst vegna þeirrar skoðunar höfundar að hann telji að það eigi að kenna gagnrýna hugsun í skólum. Þessu er ég hjartanlega sammála enda hef ég skrifað ótal greinar og ályktanir sem fjalla einmitt um þetta. Börnum er ekki kennt að hugsa í skólum. Þeim er fyrst og fremst kennt að læra utanað, mis áreiðanlegar staðreyndir og ártöl.

Fátt er eins mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi og geta almennings til að hugsa sjálfstætt. Allir hafa gott að því að fá þjálfun í rökhugsun, tjáningu og að bera virðingu fyrir öðrum.

Áhugasömum er bent á að lesa eftirfarandi greinar:
Orsök eineltis
Áhugaverð menntastefna
Menntamálaráðherra, trú og kennsla
Hátt sjálfsmat dregur úr óreglu
Markmið menntunar

Deildu