Barist fyrir jafnri stöðu trúar- og lífsskoðanahópa

frelsi-fuglar
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

„Til að vinna að þjóðfélagi mannréttinda, kvenfrelsis og jafnréttis vill Samfylkingin jafna félags, laga- og fjárhagslega stöðu trúar og lífsskoðunarhópa.“

Svona hljómar ein setning í nýsamþykktri stefnu Samfylkingarinnar um mannréttindi, jafnrétti og kvenfrelsi. Í umræðu sem fram fór í málefnahóp um mannréttindi á landsfundi Samfylkingainnar um helgina var þessi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Baráttumenn fyrir trúfrelsi á Íslandi hljóta allir að fagna þessari stefnu.

Í stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum segir meðal annars:

Aðskilnaður ríkis og kirkju felur m.a. í sér að jafna lagalega, fjárhagslega og félagslega stöðu þeirra hópa sem aðhyllast ólíkar lífsskoðanir. Öðruvísi verður trúfrelsi, og þar með frelsi einstaklingsins, ekki tryggt.

Ég tel víst að enginn stjórnmálaflokkur hafi áður samþykkt svo skýra stefnu í trúfrelsismálum. Spennandi verður að sjá hvernig Samfylkingin ætlar að koma stefnu sinni í framkvæmd.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka