Um Skoðun
Vefritið Skoðun hóf göngu sína þann 23. júní 1999 og var meðal fyrstu vefrita á Íslandi. Markmið vefritsins í dag er að vera vettvangur fyrir gagnrýna og málefnalega þjóðfélagsumræðu þar sem áhersla er lögð á umræðu um stjórnmál, hugmyndafræði, heimspeki og menningu í anda frjálslyndis og umburðarlyndis.
Ritstjóri:
Sigurður Hólm Gunnarsson (CV)
Ritstjórnarstefna Skoðunar:
(Samin af ritstjóra en að hluta byggð á siðareglum Blaðamannafélags Íslands)
1. Skoðun er vettvangur fyrir gagnrýna og málefnalega þjóðfélagsumræðu.
2. Áhersla er lögð á umræðu um stjórnmál, hugmyndafræði, heimspeki og menningu í anda frjálslyndis og umburðarlyndis.
3. Pistlahöfundar skrifa undir eigin nafni og bera ábyrgð á öllu sem þeir skrifa.
4. Pistlahöfundar forðast að valda fólki óþarfa sársauka eða vanvirðu.
5. Pistlahöfundar leitast við að upplýsa um hagsmunatengsl í skrifum sínum. Svo sem með því að upplýsa um tengsl við hagsmunasamtök og stjórnmálahreyfingar.
6. Pistlahöfundar leggja sig fram við að segja rétt frá staðreyndum og eru hvattir til að vísa í heimildir.
7. Pistlahöfundar skrifa samkvæmt eigin sannfæringu og án ritskoðunar innan þess ramma sem ritstjórnarstefna Skoðunar setur þeim.
10. mars 2013