CURRICULUM VITAE
Nafn:
Sigurður Hólm Gunnarsson (f. 1976)
Netfang:
siggi@skodun.is
Vefsíða:
www.skodun.is
Menntun
- Lauk námi í sáttamiðlun árið 2019.
- BSc í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri (2009).
- Stundaði nám í félagsfræði, með vinnu, við Háskóla Íslands vorið 2003.
- Námskeið í ASP vefforritun hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni, sumar 2002.
- Árið 2001 nam ég umsjón og rekstur tölvukerfa í Rafiðnaðarskólanum og er með MCP (Microsoft Certified Professional) og MCSE (Microsoft Certified System Engineer) gráður frá Microsoft.
- Stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands 1998 – 2000 (kláraði tvö ár af þrem).
- Útskrifaðist sem stúdent af félagsgreinasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1997.
Starfsreynsla
2010: 1. júní 2010 >
- Forstöðumaður á Skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík
Um er að ræða heimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, fyrir 13-18 ára ungmenni sem þurfa tímabundið að búa utan heimilis af ýmsum ástæðum. Til dæmis vegna heimilisaðstæðna og/eða eigin hegðunar.
2016: 1. febrúar 2016 > (Er enn virkur athafnastjóri)
- Athafnastjóri hjá Siðmennt.
Frá árinu 2016 hef ég tekið að mér athafnir (nafngjafir og giftingar) hjá lífsskoðunarfélaginu Siðmennt.
2009: 1. október – 1. júní 2010
- Forstöðumaður á áfangaheimili fyrir geðfatlaða hjá Reykjavíkurborg.
2009: 1. maí – 30. september
- Deildarstjóri í búsetukjarna fyrir geðfatlaða í Árbænum.
2008 – mars 2009
- Starfaði um tíma hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi. Starfið fólst meðal annars í að vera andlit félagsins út á við, halda utan um almenna starfsemi, sækja um styrki og viðhalda vefsíðu (www.aflidak.is).
2008 (sumar)
- Starfaði á Heimili fyrir heimilislausa í Reykjavík.
2006 – 2008
- Starfsmaður í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða á Akureyri.
2004 – 2005
- Aðstoðarmaður iðjuþjálfa á geðdeild Landspítalans.
- Framkvæmdastjóri Félags um móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Sjá:www.modurmal.com.
- Blaðamaður hjá Bóka- og blaðaútgáfunni.
2003
- Blaðamaður hjá Vísi.
2002
- Framleiðsla á heimildarþættinum Einelti – Helvíti á Jörð.
- Stuðningsfulltrúi í Rimaskóla.
- Vefstjóri Samfylkingarvefsins.
- Framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna.
2001
- Kerfisþjónustumaður hjá ANZA.
Útvarp
- Var einn af stjórnendum útvarpsþáttarins Nei ráðherra á Útvarpi sögu.
- Sjá nánar skodun.is/nei-radherra/
Heimildarþáttargerð
- Er höfundur og annar framleiðanda heimildarþáttarins Einelti – Helvíti á Jörð, sem meðal annars hefur verið sýndur á RÚV og í grunnskólum landsins.
Sjá nánar: www.skodun.is/einelti
Vefhönnun/umsýsla
- Hef meðal annars hannað og haft umsjón með eftirfarandi vefsíðum: www.tvoheimili.is, www.skodun.is, www.sidmennt.is, www.umsogn.is.
Tölvukunnátta
- Ég er með MCP og MCSE gráður í Windows 2000 stýrikerfinu og hef ég nokkuð mikla starfsreynslu við að þjónusta flest Windows stýrikerfi. Kann vel á helstu póstforrit. Til dæmis Microsoft og Lotus Notes.
- Er mjög fær í flestum Microsoft forritum á borð við Word, Excel, Powerpoint, Outlook og svo framvegis.
- Með töluverða reynslu af helstu myndvinnsluforritum.
- Er vanur að hanna og setja upp vefsíður og vefumsýslukerfi. Með nokkuð góða þekkingu á vefforritun.
Tungumál
- Tala og rita íslensku vel. Les og rita ensku til jafns við íslensku auk þess sem ég tala ensku ágætlega. Les dönsku og sænsku ágætlega.
Félags- og ritstörf
Siðmennt
- Sat í stjórn Siðmenntar frá ca. 2000-2020. Félagið sér meðal annars um borgaralegar athafnir. Ég sé einnig um vefsíðu félagsins www.sidmennt.is.
Skoðun
- Ég er vefstjóri, hönnuður, pistlahöfundur og ritstjóri vefritsins Skoðunar (www.skodun.is) sem hefur verið gefið út af samnefndum félagsskap frá því í júní 1999.
Aðstandendafélag aldraðra (AFA)
- Stofnfélagi í Aðstandendafélagi aldraðra og sá um fyrstu vefsíðu félagsins (www.hjaafa.is).
SARK
- Var í stjórn Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) auk þess sem ég hannaði og sá um vefsíðu félagsins.
Pólitík
- Var um tíma í ritstjórn www.politik.is og síðar www.kreml.is. Starfaði innan Sambands ungra jafnaðarmanna (ungliðahreyfingar Alþýðuflokksins), meðal annars sem formaður menntamálanefndar frá 1998 og sem formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík (ungliðahreyfingar Alþýðuflokksins í Reykjavík) frá 1999. Sat um tíma í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna (sem er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar). Hef ekki tekið virkan þátt í pólitísku starfi síðan á þessum árum.
Framhaldsskóli
- Í framhaldsskóla stofnaði ég Óhefðbundna félagið og var fyrsti formaður þess. Tilgangur félagsins var að halda opna málfundi um ýmis málefni.