Nei ráðherra

Nei ráðherra

Nei ráðherra var útvarpsþáttur á Útvarpi Sögu árið 2004 þar sem fjallað var um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt var við áhugaverða einstaklinga þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál.

Stjórnendur þáttarins voru þeir Sigurður Hólm GunnarssonHaukur Örn Birgisson og Hinrik Már Ásgeirsson.

Skemmtilegt er frá því að segja að þátturinn var í boði KB banka en sá styrkur fór í að fá pláss á útvarpsstöðinni. Þáttastjórnendur, sem ekki höfðu áður unnið í útvarpi, unnu störf sín í sjálfboðavinnu og af hugsjón.

Upptökur af flestum þáttunum má finna hér fyrir neðan:

Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna í Nei ráðherra.
Upptaka: Hafsteinn Þór Hauksson í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 28. maí 2004)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Nei ráðherra.
Upptaka: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 21. maí 2004)

Ragnar Jónasson, varaformaður Heimdallar í Nei ráðherra.
Upptaka: Ragnar Jónasson í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 7. maí 2004)

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar í Nei ráðherra.
Upptaka: Össur Skarphéðinsson í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 30. apríl 2004)

Margrét Sverrisdóttir, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins í Nei ráðherra.
Upptaka: Margrét Sverrisdóttir í Nei ráðherra (Upptaka glötuð)
(Föstudagurinn 23. apríl 2004)

Brynjólfur Ægir Sævarsson og Bjarni Ólafsson frá Deiglunni í Nei ráðherra.
Upptaka: Deiglupennar í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 16. apríl 2004)

Egill Helgason, stjórnandi Silfur Egils á Stöð 2, mætir í Nei ráðherra.
Upptaka: Egill Helgason í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 2. apríl 2004)

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, mætir í Nei ráðherra.
Upptaka: Eiríkur Bergmann í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 26. mars 2004)

Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir frá hugsjónum sínum í Nei ráðherra.
Upptaka: Andrés Jónsson í Nei ráðherra (Upptaka glötuð)
(Föstudagurinn 19. mars 2004)

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætir í Nei ráðherra.
Upptaka: Guðni Ágústsson í Nei ráðherra (Upptaka glötuð)
(Föstudagurinn 12. mars 2004)

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, mætir í Nei ráðherra.
Upptaka: Björn Bjarnason í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 5. mars 2004)

Ástþór Magnússon, friðarsinni og forsetaframbjóðandi, fjallar um friðarmál og komandi kosningabaráttu.
Upptaka: Ástþór Magnússon í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 27. febrúar 2004)

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fjallar um umhverfismál og önnur málefni.
Upptaka:  Kolbrún Halldórsdóttir í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 20. febrúar 2004)

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, mætir í viðtal og segir frá hugmyndafræði sinni og
svara spurningum um málefni líðandi stundar.
Upptaka: Mörður Árnason í Nei ráðherra
(Föstudagurinn 13. febrúar 2004)

Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Nei ráðherra. Eins og landsmenn vita er hann þekktur fyrir umdeildar skoðanir.
Upptaka: Hannes Hólmsteinn í Nei ráðherra (ATH: vegna tækniörðugleika eru gæðin á þessari upptöku ekki nógu góð.)
(Föstudagurinn 6. febrúar 2004)

Deildu