Rökrætt um trúmál í útvarpi

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

15/09/2003

15. 9. 2003

Dan Barker er trúleysingi, en það hefur hann ekki alltaf verið. Hann hóf störf sem bókstafstrúaður predikari aðeins 15 ára gamall. Eftir 19 ár sem faraldspredikari, kristinn sönglagahöfundur, prestur og ítarlegt biblíunám ákvað Barker að lesa aðrar bækur en biblíuna og missti trúna í kjölfarið. Í útvarpsviðtali sem er að finna á vefnum fjallar Barker […]

Dan Barker er trúleysingi, en það hefur hann ekki alltaf verið. Hann hóf störf sem bókstafstrúaður predikari aðeins 15 ára gamall. Eftir 19 ár sem faraldspredikari, kristinn sönglagahöfundur, prestur og ítarlegt biblíunám ákvað Barker að lesa aðrar bækur en biblíuna og missti trúna í kjölfarið. Í útvarpsviðtali sem er að finna á vefnum fjallar Barker um bók sína Losing Faith in Faith þar sem hann skrifar um þessa áhugaverðu reynslu sína.


Í tveggja klukkustunda löngu viðtali sem bókstafstrúarmaður á kristinni útvarpsstöð tók við Dan Barker rökræða þeir um trúna, siðferði, uppruna biblíunnar, sköpunarsöguna og margt fleira. Er þetta eitt áhugaverðasta viðtal sem ég hef hlustað á lengi. Allir sem vilja fræðast um afstöðu trúleysingja ættu að hlusta á þetta viðtal.

Viðtalið er tekið á kristinni útvarpsstöð og er upphaflega birt á kristnu vefsíðunni Jesus Christ Saves Ministries.

Deildu