Ungliðar innan R-listans settu upp fjárfestingaklukku í Kringlunni í dag sem mótvægi við svokallaða skuldaklukku ungra Sjálfstæðismanna. Nú má alltaf deila um hlutverk yfirvalda. Hvort yfirvöld eigi að reka fyrirtæki á borð við Línu.net og Orkuveitu Reykjavíkur. En þegar ungir Sjallar settu upp skuldaklukku til að skjóta á R-listann misstu þeir marks og skutu sjálfan sig í fótinn. Augljóslega hefur orðið skuldaaukning hjá Reykjavíkurborg en það er óheiðarlegt að minnast ekki á að meirihluti lánfés fór ekki í eyðslu heldur í fjárfestingu. Fjárfestingu sem skilar arði og mun skila meiri arði þegar fram líða stundir.
Eins og áður segir má auðvitað deila um hlutverk yfirvalda. Telja ungri Sjálfstæðismenn virkilega að það mynd bæta ástandið að kjósa menninga-Björn í borgarstjóraembættið. Manninn sem hefur mokað út fjármunum af fullum krafti í ýmis gæluverkefni og menningarmál í tíð sinni sem menntamálaráðherra? Halda ungir Sjálfstæðismenn að það sé betra að afhenda flokknum sem byggði Perluna, Ráðhúsið og fleiri fokdýr snobbvirki fyrir peninga skattgreiðenda aftur völd í borginni?
Frjálshyggjumenn þurfa að hylja augu sín all rækilega ef þeir vilja sjá einhvern frelsara í Birni Bjarnasyni. Þeir hafa eflaust nú þegar gert það. Það er því vart undarlegt að menn skjóti sig í fótinn þegar þeir miða með lokuð augun.
Vinur minn sem er í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, reyndir að gera grín af því að til séu ungliðar R-listans og heldur því næstum því fram að það sé ekki hægt að vera ungliði í framboði. Svo finnst mér eins og hann brosi stríðnislega þegar hann veltur upp þeirri hugleiðingu hvernig í ósköpunum heimasíða ungliða í kosningabaráttu gæti litið út. Kæri vinur, ÉG er lifandi sönnun þess að hægt er að vera ungliði innan R-listans, enda tek ég þátt í að stýra baráttu ungliðanna. Þar að auki er heimasíða ungliða í R-listanum til. Hún kallast Rokk í Reykjavík (www.rokkireykjavik.is).
Verði ykkur að góðu. X-R !