Ungir jafnaðarmenn afhenda þingmönnum víxla

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/04/2002

30. 4. 2002

,,Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík afhenti í dag öllum formönnum þingflokkanna víxil að upphæð 69.862 – kr. Sama upphæð myndi falla á hvern Íslending ef lán DeCode Genetics myndi falla á ríkið. Víxlarnir eru stílaðir á Íslenska erfðagreiningu / DeCode Genetics og útgefandi er Bubbi Kóngur. Stjórn Ungra jafnaðarmanna óskuðu eftir því að formenn þingflokkanna […]

,,Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík afhenti í dag öllum formönnum þingflokkanna víxil að upphæð 69.862 – kr. Sama upphæð myndi falla á hvern Íslending ef lán DeCode Genetics myndi falla á ríkið. Víxlarnir eru stílaðir á Íslenska erfðagreiningu / DeCode Genetics og útgefandi er Bubbi Kóngur. Stjórn Ungra jafnaðarmanna óskuðu eftir því að formenn þingflokkanna dreifðu víxlunum á þingmenn sína svo þeir gætu sem einstaklingar skrifað undir.


Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík benda á þá staðreynd að með ríkisábyrgðinni eru þingmenn að taka gríðarlega áhættu með fé skattgreiðenda. Stjórn Ungra jafnaðarmanna hefur einnig bent á að með þessum sértæku aðgerðum ríkisstjórnarinnar er verið að hygla einu fyrirtæki á frjálsum samkeppnismarkaði umfram önnur.“

Það er góður baráttuandi hjá Ungum jafnaðarmönnum þessa dagana!

Deildu