Titanic og Titan: Skáldskapur verður að raunveruleika

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

15/04/2012

15. 4. 2012

Fyrir um hundrað árum síðan, að nóttu til í aprílmánuði, sökk stærsta farþegaskip sem smíðað hafði verið eftir að hafa siglt á um 25 sjómílna hraða á borgarísjaka á ferð sinni yfir Atlantshafið. Slysið átti sér stað um 400 sjómílum frá Nýfundnalandi.  Þetta gríðarstóra skip sem var um 800 fet að lengd og rúmaði um […]

Fyrir um hundrað árum síðan, að nóttu til í aprílmánuði, sökk stærsta farþegaskip sem smíðað hafði verið eftir að hafa siglt á um 25 sjómílna hraða á borgarísjaka á ferð sinni yfir Atlantshafið. Slysið átti sér stað um 400 sjómílum frá Nýfundnalandi.  Þetta gríðarstóra skip sem var um 800 fet að lengd og rúmaði um 3000 farþega sökk þrátt fyrir að fullyrt hefði verið að skipið væri ósökkvandi. Meirihluti farþeganna, sem voru 2200 talsins, drukknaði. Allt of fáir björgunarbátar voru um borð (24). Það vantaði björgunarbáta fyrir helming farþeganna.

Sem betur fer gerðist þetta ekki í alvörunni því þetta hræðilega slys er skáldskapur úr bókinni Futility sem kom út árið 1898 og fjallar meðal annars um skipið TITAN.

…en 14 árum síðar, þann 15. apríl 1912, varð skáldskapurinn að raunveruleika þegar TITANIC sökk að nóttu til eftir að hafa siglt á borgarísjaka á um 22 sjómílna hraða. Áreksturinn átti sér stað um 400 sjómílum frá Nýfundnalandi þegar skipið var á leið sinni yfir Atlantshafið. Eins og flestir vita var Titanic talið ósökkvandi og var einnig með alltof fáa björgunarbáta (20) sem rúmuðu bara um helming farþega. Titanic var 882 fet að lengd og rúmaði 3000 farþega. Meirihluti farþeganna drukknaði.

Svona getur lífið stundum verið undarlegt.

Tilvísanir og tenglar:
Futility, or the Wreck of the Titan
http://en.wikipedia.org/wiki/Futility,_or_the_Wreck_of_the_Titan

RMS Titanic
http://en.wikipedia.org/wiki/RMS_Titanic

Carter, Chris (2012-02-22). Science and Psychic Phenomena: The Fall of the House of Skeptics.

Deildu