Sjá á vef Siðmenntar (www.sidmennt.is)
_____
Alþingismenn eiga valkost við guðsþjónustu við þingsetningu
Löng hefð er fyrir því að setning Alþingis hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í ár verður breyting þar á þar sem alþingismönnum sem ekki kjósa að ganga til kirkju munu hafa annan valkost. Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi býður alþingismönnum að koma á Hótel Borg áður en þing er sett föstudaginn 15. maí kl. 13:30 og hlýða á Jóhann Björnsson heimspeking flytja hugvekju um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar. Allir alþingismenn eru hjartanlega velkomnir til að eiga stutta samverustund óháð öllum trúarsetningum áður en þeir ganga til þingstarfa.
_____