Brynjar Níelsson, þingmaður, gagnrýndi Siðmennt fyrir að bjóða upp á veraldlega hugvekju við þingsetningu á fésbókarsíðu sinni. Eins og sjá má á síðunni hans eru skiptar skoðanir um Siðmennt og trúfrelsið. Rangfærslurnar um Siðmennt eru margar og stór orð notuð eins og svo oft áður.
Í gær mætti ég Brynjari í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem við ræddum málin. Ég gerði heiðarlega tilraun til að útskýra enn og aftur fyrir þingmanninum (og aðdáendum hans) fyrir hvað Siðmennt stendur og af hverju félagið berst fyrir jafnrétti og fullu trúfrelsi.