Fullorðið valdamikið fólk sem er gagnrýnt, vegna eigin orða og athafna, er ekki lagt í einelti. Ég hef, eins og allt of margir, upplifað raunverulegt einelti. Það er niðrandi og virkilega óviðeigandi að bera reynslu eineltisfórnarlamba við gagnrýni á Vigdísi Hauksdóttur eða annað fólk í valdastöðum. Jafnvel þó sú gagnrýni geti verið óvægin og oft ómálefnaleg.
Einelti er meðal annars skilgreint sem „samskipti sem einkennast af ákveðnu ójafnvægi aflsmuna eða annars valds“. Vigdís er ein valdamesta kona landsins og hún gerir ítrekað lítið úr fólki sem er í valdaminni stöðum en hún sjálf. Það er ofureðlilegt að gagnrýna ruglið sem kemur frá henni. Það má benda á það þegar þingmenn ljúga og/eða opinbera vanþekkingu sína… Ítrekað.
Nánar um Einelti