Hið óverjanlega með orði
verður ekki varið nema með
einhverju formi af valdi
fengið fram með blekkingum,
yfirgangi, réttlætingum, þjósti,
drambi, kænsku, svikum,
lygum, hótunum, launráðum,
mútum, refsingum, ógn og
valdníðslu, hálfsannleika,
útúrsnúningum, leiksýningu valds,
smjaðri, daðri, valdamakki,
sögufölsun og óttamangri.