Skýr skilaboð frá Framsóknarflokknum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/12/2013

10. 12. 2013

„Þetta er bara byrjunin sem koma skal hjá nýrri ríkisstjórn. Þetta er stefnan og af þessari stefnu verður ekki vikið“ sagði Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar voru ræddar áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skerða útgjöld til vaxta- og barnabóta um 600 milljónir króna og draga úr útgjöldum […]

Framsókn fyrir Ísland„Þetta er bara byrjunin sem koma skal hjá nýrri ríkisstjórn. Þetta er stefnan og af þessari stefnu verður ekki vikið“ sagði Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar voru ræddar áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skerða útgjöld til vaxta- og barnabóta um 600 milljónir króna og draga úr útgjöldum til þróunaraðstoðar. Þetta væri hluti af því að „vinda ofan af þeirri vitleysu sem var í gangi á síðasta kjörtímabili.“ (DV.is 9. desember 2013)

„Ég geri ekki ráð fyrir að það verði nein skerðing á barnabótum þegar niðurstaða fjárlagavinnunnar liggur fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag. (Mbl.is 10. desember 2013)

Er þetta ekki alveg skýrt?

Deildu