Siðmennt er á móti sóknargjöldum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/10/2013

10. 10. 2013

Stjórn Siðmenntar sendi þingmönnum allra flokka bréf í gær þar sem afstaða félagsins til trúfrelsismála er ítrekuð. Í bréfinu  er lögð sérstök áhersla á þá skoðun félagsins að ríkið eigi að hætta að greiða skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld. Þetta kann að koma sumum á óvart þar sem Siðmennt fékk nýverið stöðu skráðs lífsskoðunarfélags og […]

Alþingi og dómkirkjaStjórn Siðmenntar sendi þingmönnum allra flokka bréf í gær þar sem afstaða félagsins til trúfrelsismála er ítrekuð. Í bréfinu  er lögð sérstök áhersla á þá skoðun félagsins að ríkið eigi að hætta að greiða skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld.

Þetta kann að koma sumum á óvart þar sem Siðmennt fékk nýverið stöðu skráðs lífsskoðunarfélags og er því aðili að sóknargjaldakerfinu.

Kjarni málsins er að Siðmennt hefur alltaf verið á móti afskiptum hins opinbera af trú- og lífsskoðunum og hefur sú afstaða félagsins ekkert breyst.

Siðmennt sótti um aðgang að sóknargjaldakerfinu fyrst og fremst vegna jafnræðissjónarmiða. Áður en að lögum um skráð trúfélög var breytt 30. janúar síðastliðinn var fólki var mismunað eftir því hvort það var skráð í trúfélag eða sambærilegt lífsskoðunarfélag. Með lagabreytingunni fyrr á þessu ári var tekið stórt og mikilvægt skref í átt að jafnræði.

Eftir sem áður telur Siðmennt að sóknargjaldakerfið og ýmislegt annað stríði gegn hugmyndinni um trúfrelsi og veraldlegt samfélag.

Í bréfinu til þingmanna leggur Siðmennt því eftirfarandi til:

1. Að ríkið hætti skráningu trúar- og lífsskoðana fólks hjá Þjóðskrá og útdeilingu sóknargjalda

2. Að sjálfkrafa skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög verði hætt (Varatillaga; sjá lið 1.)

3. Að þau sem skráð eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga greiði ekki kirkjuskatt (Varatillaga; sjá lið 1.)

4. Að hafist verði handa við að aðskilja ríki og kirkju

5. Að kirkjujarðasamningnum frá 1997 (og útfærslu hans 1998) verði sagt upp

6. Að skylda sveitarfélaga að leggja trúfélögum til ókeypis lóðir verði afnumin með breytingu á lögum um Kristnisjóð o.fl.

7. Að 125 gr. í almennum hegningarlögum verði felld úr gildi

8. Að lög um helgidagafrið verði afnumin

Bréfið í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar.

Sjá einnig: Siðmennt á Facebook

Höfundur situr í stjórn Siðmenntar.

 

Deildu