Von og vonbrigði

Logo

28/09/2013

28. 9. 2013

Í dag verða tveir viðburðir í Laugardalnum sem munu vekja athygli.  Annar viðburðurinn er hinn mjög svo auglýsta „Hátíð vonar“ í Laugardalshöllinni sem bókstafstrúaðir kristnir úr litlum kristnum söfnuðum halda ásamt meðreiðarsveinum sínum úr Þjóðkirkjunni.  Mikið er kostað til. Hins vegar er til mótvægis haldin „Hátíð glæstra vona“ í félagsheimili Þróttar af Samtökunum 78 og […]

Í dag verða tveir viðburðir í Laugardalnum sem munu vekja athygli.  Annar viðburðurinn er hinn mjög svo auglýsta „Hátíð vonar“ í Laugardalshöllinni sem bókstafstrúaðir kristnir úr litlum kristnum söfnuðum halda ásamt meðreiðarsveinum sínum úr Þjóðkirkjunni.  Mikið er kostað til. Hins vegar er til mótvægis haldin „Hátíð glæstra vona“ í félagsheimili Þróttar af Samtökunum 78 og talar þar fulltrúi þeirra, einn þjóðkirkjuprestur og svo fulltrúi Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.

Trúarhátíðin virðist fara fram með þeim formerkjum að ekki sé von fyrir Ísland nema að íbúarnir trúi á guð og fari eftir aldagamalli bók sem samin var fyrir um 1700 árum. Bókin, Biblían, inniheldur sumt af einföldum klassískum siðferðisboðskap eins og að það skuli ekki drepa, viðhafa skuli náungakærleik og að það skuli ekki stela.  Hins vegar þegar kemur að nákvæmari siðferðislegri dómgreind og afstöðu til ýmissa mála sem framþróun heimspekilegrar hugsunar og þroskun menningarsamfélaga undanfarin 2-300 ár hefur bætt til muna eins og jafnrétti kynjanna og viðkenningu á mismunandi kynhneigð fólks, þá er bókin hreinlega úrelt. Það hefur löngum verið viðurkennt í þegjanda hljóði hjá frjálslyndari væng kristninnar og það handvalið úr Biblíunni sem nothæft er í dag.  Þannig hefur trúin aðlagast og í raun flotið eftir straumum trúlausra siðfræðistrauma síðustu alda. Þeir sem standa fyrir trúarhátíðinni eru hins vegar annarrar skoðunar og ætla að færa trúarsamfélagið aldir aftur í tímann og fylgja þannig „red-neck“ og „bible-belt“ svæðinu í Bandaríkjunum þar sem afturhald og vitsmunaleg stöðnun á sér stað á sviði lífsskoðana.

Á Hátíð glæstra vona er farið eftir skynseminni og mannréttindahugsun.  Þar kemur afar ólíkt fólk saman sem hefur það sameiginlegt að ætla sér að sýna mannvirðingu og sameinast í mannréttindum óháð lífsskoðunum.  Í því liggja glæstar vonir því að í því liggur vellíðan fólks í landinu næstu áratugi og aldir.  Það þarf ekki að fara mörgum orðum um muninn á þessum tvennum hátíðum en fólk skyldi taka eftir því hverjir raða sér með hverum og huga að því hvers vegna kristnar trúarhreyfingar hérlendis raða sér með skuggahliðum kristninnar af því að hún er kristni og er samkvæmt Biblíunni en hunsa mannréttindi.  Í þessum málum er ekki um það að velja fyrir trúarleiðtoga að segja eitt en styðja annað.  Það er siðferðisleg hálfvelgja sem sómir ekki leiðtoga. Allra síst þegar sá leiðtogi, biskupinn, þiggur laun frá þjóðinni og hefur þannig ásjónu þess að vera fulltrúi hennar á þessu sviði.

Hvar raðar þú þér lesandi góður?

Deildu