Góð samskipti

Logo

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er fædd 1986 á Akranesi, á þrjá syni, tvo ketti en bara einn mann. Hún starfar sem félagsráðgjafi og hefur áhuga á samskiptum, samfélögum, manneskjum, pólitík og öðrum lífsins gæðum.

09/03/2013

9. 3. 2013

Auglýsingar Vodafone  Góð samskipti hafa vakið athygli mína. Í auglýsingunni eru talin upp þau atriði sem teljast til góðra samskipta, þau eru: Að setja sig í spor annarra Að gleyma því aldrei að annað fólk hefur þarfir og skoðanir sem eru öðruvísi en okkar eigin Þolinmæði, líkamstjáning og sögur Hugrekki, athygli, virðing og þolinmæði Að leiða frekar en […]

Góð samskiptiAuglýsingar Vodafone  Góð samskipti hafa vakið athygli mína. Í auglýsingunni eru talin upp þau atriði sem teljast til góðra samskipta, þau eru:

  • Að setja sig í spor annarra
  • Að gleyma því aldrei að annað fólk hefur þarfir og skoðanir sem eru öðruvísi en okkar eigin
  • Þolinmæði, líkamstjáning og sögur
  • Hugrekki, athygli, virðing og þolinmæði
  • Að leiða frekar en að skipa
  • Muna hluti sem snúast um aðra

Sjá auglýsingu

Á bloggsíðu Vodafone kemur fram að hugmyndin að auglýsingin hafi komið úr stefnumótunnarfundi starfsfólks Vodafone þar sem leggja átti áherslur á bætt samskipti við notendur fyrirtækisins. Ákveðið var svo að fara skrefinu lengra og rætt var við fólk utan fyrirtækisins úr hinum ýmsu stéttum s.s. hjúkrunarfræðing, prest, grunnskólanema, lögreglustjóra, þroskaþjálfa o.fl. um það hvað væru góð samskipti. Sjá hér

Þó um sé að ræða auglýsingu þá er inntak hennar mikilvægt fyrir samfélagið. Við viljum vera fyrirmyndir barna okkar og eigum að vera það. Sem fullorðnir einstaklingar höfum við vissa ábyrgð gagnvart okkar eigin börnum sem og annarra. Umræðan í þjóðfélaginu er oft á tíðum neikvæð og svarthvít. Sem dæmi má nefna ljótt og óviðeigandi orðbragð sem viðgengist hefur í athugasemdakerfum fjölmiðlanna eða í almennu umtali um nágrannann.

Það er mikilvægt að staldra við og minna sjálfan sig á hvernig hægt er að bæta samskipti sín við aðra. Því með góðum samskiptum líður okkur sjálfum ekki bara vel heldur einnig þeim sem við erum í samskiptum við.

Deildu