Ef marka má vefsíðuna 20.oktober.is þá styðja 32 af 63 þingmönnum nýju stjórnarskránna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr heimi stærðfræðinnar þýðir þetta að meirihlutastuðningur er við nýja stjórnarskrá á Alþingi.
Eftir hverju er þingheimur þá að bíða? Það er nánast öruggt að ef (þegar) Sjálfstæðisflokkurinn tekur við völdum eftir næstu kosningar verður lítið sem ekkert úr stjórnarskrárbreytingum. Það er móðgun við þá sem tóku þátt í að kjósa nýja stjórnarskrá að málið verði geymt fram yfir kosningar.