Leitin að týndu kirkjujörðunum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/01/2013

17. 1. 2013

Laun presta, prófasta, vígslubiskupa og biskupsembættisins eru greidd af ríkinu vegna þess að kirkjan afhenti  ríkinu kirkjujarðir samkvæmt samningi árið 1997. Mikið hefur verið deilt um hvaða jarðir þetta voru og hvert raunverulegt verðmæti þeirra er. Svavar Kjarrval sendi fjármálaráðuneytinu nokkrar fyrirspurnir um þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið tók yfir af Þjóðkirkjunni.  Svör […]

HallgrímskirkjaLaun presta, prófasta, vígslubiskupa og biskupsembættisins eru greidd af ríkinu vegna þess að kirkjan afhenti  ríkinu kirkjujarðir samkvæmt samningi árið 1997. Mikið hefur verið deilt um hvaða jarðir þetta voru og hvert raunverulegt verðmæti þeirra er. Svavar Kjarrval sendi fjármálaráðuneytinu nokkrar fyrirspurnir um þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið tók yfir af Þjóðkirkjunni.  Svör ráðuneytisins hljóta að teljast merkileg meðal annars þar sem að:

  1. ráðuneytið finnur ekki lista í málaskrá yfir „ þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997.“
  2. ráðuneytið veit ekki hvert verðmæti jarðanna er.
  3. ráðuneytið finnur ekki eða á ekki til afsöl yfir þær jarðir sem ríkið tók yfir.
  4. hið opinbera virðist ekki hafa vitað hvaða jarðir það var að „kaupa“ af kirkjunni né hversu mikils virði þær voru þegar samningurinn var gerður.

Það sem gerir þennan kirkjujarðasamning merkilegan (fyrir utan það að ekki er til listi yfir jarðirnar, verðmæti þeirra er óljóst og ekki eru til afsöl) er að hann tryggir launagreiðslur til starfsmanna Þjóðkirkjunnar um ókomin ár. Ekki ósvipað því og ég myndi selja Reykjavíkurborg bílinn minn, ekki fyrir fasta upphæð, heldur fyrir greiðslur til mín og afkomenda minna um ókomna tíð. Ansi góður díll.

Í ljósi þess um er að ræða milljarða af peningum skattgreiðenda á hverju ári hlýtur að vera eðlilegt að krefjast þess að hið opinbera birti afsöl og lista yfir keyptar kirkjujarðir auk þess sem það sýni útreikninga á verðmæti jarðanna.

 

Sjá nánar:

 

Deildu