Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru flestir skráðir á sameiginlegan póstlista þar sem málefni stjórnlagaþings eru rædd. Mikil samstaða er meðal frambjóðenda á þessum lista um mörg mál og er það verulega jákvætt.
Á umræddum lista hefur töluvert verið fjallað um þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að fjalla ekkert um frambjóðendur til stjórnlagaþings. Upp kom sú tillaga að senda Ríkistútvarpinu áskorun um að sinna skyldum sínum fyrir kosningarnar. Áskorunin var í morgun sett á netið og eru allir frambjóðendur hvattir til að skrifa undir.
Áskorunina má finna hér:
„Við undirritaðir frambjóðendur til stjórnlagaþings skorum á RÚV til að sinna skyldum sínum fyrir komandi stjórnlagaþingskosningar“
http://www.ipetitions.com/petition/stjornlagathing-ruv/
Sjá nánar:
Vinsamlegast smellið á „Like“ til að styðja framboð mitt: