Snarruglað landtökufólk í Palestínu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/04/2008

21. 4. 2008

Mér var bent á þetta myndband á netinu þar sem fjallað er um hegðun landtökufólks í Palestínu. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta er snarruglað lið. Fordómafullt, bókstafstrúar og veruleikafirrt. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að skapa frið á þessu svæði á meðan Ísraelsstjórn styður framferði landtökufólks […]

Mér var bent á þetta myndband á netinu þar sem fjallað er um hegðun landtökufólks í Palestínu. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta er snarruglað lið. Fordómafullt, bókstafstrúar og veruleikafirrt. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að skapa frið á þessu svæði á meðan Ísraelsstjórn styður framferði landtökufólks á svæðinu?

Hegðun þessa fólks er auðvitað bein afleiðing trúar þeirra á almáttugan guð. Þetta fólk trúir (=veit) að almáttugur guð hafi gefið þeim landið og að allir aðrir en gyðingar séu úrhrök. Hinu megin við víglínuna eru svo bókstafstrúaðir múslímar, álíka veruleikafirrtir og lausir við almenna skynsemi. Það sorglegasta við þetta allt saman er að meirihluti Ísraela og Palestínumanna er venjulegt fólk, laust við trúarofsa, sem þráir ekkert meira en frið. Því miður eru það alltaf trúarofstækismennirnir sem ráða ferðinni.

Sjá nánar:
www.btselem.org

Deildu