Unweaving the Rainbow

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/04/2008

11. 4. 2008

Eftir: Richard Dawkins Umfjöllun: Einfaldlega frábær bók um fegurð og margbreytileika veraldarinnar eins og við þekkjum hana í gegnum vísindin. Richard Dawkins skrifar listalega vel um vísindi, þekkingarfræði og svokölluð gervivísindi. Vísindamenn og sérstaklega efasemdamenn eru oft sakaðir um að hafa eyðilagt undur heimsins með því að kryfja þau til hlítar. Newton var þannig sakaður […]

Eftir: Richard Dawkins

Umfjöllun:
Einfaldlega frábær bók um fegurð og margbreytileika veraldarinnar eins og við þekkjum hana í gegnum vísindin. Richard Dawkins skrifar listalega vel um vísindi, þekkingarfræði og svokölluð gervivísindi. Vísindamenn og sérstaklega efasemdamenn eru oft sakaðir um að hafa eyðilagt undur heimsins með því að kryfja þau til hlítar. Newton var þannig sakaður um að hafa “rakið upp regnbogann” þegar honum tókst að sýna fram á “hvítt ljós” sólarinnar væri samansett af litum regnbogans og að regnboginn myndaðist við það þegar sólarljósið “brotnaði” í frumliti sýna þegar það lenti á rigningu.

unweaving_the_rainbowHér bendir Dawkins á að vísindin hafa gert heiminn fallegri, mikilfenglegri, merkilegi og undarlegri en nokkur trúarbrögð hafa gert.

Dawkins er næstum því eins góður og meistari Carl Sagan þegar kemur að því að gera vísindi áhugaverð og fræðandi fyrir allan almenning. Rétt eins og Sagan skrifar Dawkins oft á ljóðrænum nótum um mikilfengleika heimsins og lífið sjálft. Það að Dawkins skrifi næstum því jafn skemmtilega og Sagan er mikið hrós komið frá mér, enda Sagan einn af mínum allra uppáhalds pennum!

Deildu