Ljótur miðbær

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

13/01/2008

13. 1. 2008

Hún var áhugaverð umfjöllun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Silfri Egils í dag um þróun borga víðs vegar um Evrópu. Hann sýndi fram á hvers auðveldlega er hægt að gera miðbæi aðlaðandi sé áhugi fyrir hendi. Miðbær Reykjavíkur er einn sá ljótasti í heiminum og veitti ekki af að fríska upp á hann. Ég hef aldrei […]

Hún var áhugaverð umfjöllun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Silfri Egils í dag um þróun borga víðs vegar um Evrópu. Hann sýndi fram á hvers auðveldlega er hægt að gera miðbæi aðlaðandi sé áhugi fyrir hendi. Miðbær Reykjavíkur er einn sá ljótasti í heiminum og veitti ekki af að fríska upp á hann. Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á byggingarlist og tel mig hafa takmarkaða þekkingu á henni. Ég tel mig þó vita að það sovésk-nýkapítalíska umhverfi sem einkennir Reykjavíkurborg í dag mun aldrei ná að gera höfuðborgina aðlaðandi. Hvorki fyrir ferðamenn né Íslendinga.

Umræða síðustu daga um verndun tveggja forljótra kumbalda á laugarveginum hefur verið svolítið sérstök. Í umræðunni hefur t.a.m. ekki komið skýrt í ljós hvers vegna nauðsynlegt er að vernda þessa kofa. Ýmsir hafa lýst því yfir að þessi hús hafi lítið gildi ein og sér og því er ég sammála. Eins og skipulagið er á laugarveginum núna sé ég ekki að það skipti nokkru máli hvernig húsin á þessum reitum líta út. Laugavegurinn er fullur af ljótum og illauppgerðum húsum.

Eins og fram kom í Silfrinu í dag er hægt að búa til fallegan miðbæ. Það verður þó ekki gert með því að vernda eitt og eitt illa farið hús. Ef áhugi er fyrir því að gera Laugarveginn fallegan er einsýnt að það verður skoða hann í heild. Það gengur ekki að rífa gömul hús bara til þess að byggja ný hús sem líta út eins og ódýrir fimm hæða bílskúrar.

Deildu