Ungir róttæklingar bjarga heiminum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

31/07/2007

31. 7. 2007

Það er komið að því. Árlegur dagur hneykslunar og vandlætingar er runninn upp hjá Ungum Sjálfstæðismönnum. Þessir róttæklingar láta ekki fátækt, félagsmál eða styrjaldarbrölt hækka í sér blóðþrýstinginn, en þegar kemur að opinberum upplýsingum um skattgreiðslur Íslendinga missa þeir þolinmæðina. Hingað og ekki lengra. Fyrir nokkrum árum hlekkjuðu þeir sig við skítug skattaskjöl en nú […]

Það er komið að því. Árlegur dagur hneykslunar og vandlætingar er runninn upp hjá Ungum Sjálfstæðismönnum. Þessir róttæklingar láta ekki fátækt, félagsmál eða styrjaldarbrölt hækka í sér blóðþrýstinginn, en þegar kemur að opinberum upplýsingum um skattgreiðslur Íslendinga missa þeir þolinmæðina. Hingað og ekki lengra. Fyrir nokkrum árum hlekkjuðu þeir sig við skítug skattaskjöl en nú hafa þeir fengið sig fullsadda á yfirgangi yfirvalda. Þeir hafa nú mætt með gestabók niður á tollstofu til að mótmæla óréttlætinu. Hvar værum við án þessara róttæklinga? Líklegast á lista hinna viljugu þjóða fylgjandi stríðinu í Írak…


Sjá nánar:
Ungir sjálfstæðismenn leggja fram gestabók hjá tollstjóra
(www.visir.is)

Deildu