Áhugaverður fyrirlestur um trú í opinberum skólum í Frakklandi

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

14/04/2005

14. 4. 2005

Í dag klukkan 17:15 mun Blandine Kriegel, stjórnmálaheimspekingur, halda fyrirlestur um stefnu Frakka í trúmálum. Fyrirlesturinn verður fluttur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Hlutleysisstefna Frakka er að mörgu leiti áhugaverð þó að hún gangi ansi langt að mínu mati. Frakkar láta sér ekki nægja að banna trúaráróður í opinberum skólum heldur hafa þeir einnig bannað börnum […]

Í dag klukkan 17:15 mun Blandine Kriegel, stjórnmálaheimspekingur, halda fyrirlestur um stefnu Frakka í trúmálum. Fyrirlesturinn verður fluttur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Hlutleysisstefna Frakka er að mörgu leiti áhugaverð þó að hún gangi ansi langt að mínu mati. Frakkar láta sér ekki nægja að banna trúaráróður í opinberum skólum heldur hafa þeir einnig bannað börnum að ganga með “áberandi” trúartákn í skólum.


Ég hef áður fjallað um stefnu Frakka meðal annars í greininni Trúarlegt skegg bannað.

Hér eru upplýsingar um fyrirlesturinn í dag:

Blandine Kriegel, stjórnmálaheimspekingur verður einn af aðalfyrirlesurum á þingi sem haldið verður frú Vigdísi Finnbogadóttur til heiðurs í vikunni. Fimmtudaginn 14. apríl kl. 17.15 flytur hún flytja í hátíðarsal Háskóla Íslands um stefnu Frakka í trúmálum undir yfirskriftinni:

Trúlaus opinber vettvangur og aðlögun menningarhópa í Frakklandi

Í fyrirlestri sínum mun hún fjalla um lög sem sett hafa verið nýlega og banna börnum að ganga með áberandi trúartákn í skólum ríkisins. Lög þessi voru sett fyrir fáum misserum til að leysa áralangar deilur sem staðið höfðu vegna þess að sumir skólastjórnendur vildu banna stúlkum úr röðum múslíma að bera slæðu sem hylur hár þeirra. Þau vöktu neikvæð viðbrögð víða. Samkvæmt frú Kriegel hafa lögin hafa virkað vel og ekki er annað að sjá en að friður ríki um þau nú. Ástæðuna fyrir þessu er að leita í hinu illþýðanlega franska hugtaki „laïcité“ (e. „secularity“). Með því er átt við að til sé eitthvert opinbert rými, sem allir eiga jafnan aðgang að og þar sem allir eigi sama rétt. Rými þetta liggur utan við trúna og þangað á trúin ekki erindi. Þetta á t.d. við um skóla. Franska ríkið er „laïc“, þ.e. að það gerir sér far um að tengja sig ekki við neina trú, enda sé hún einkamál hvers og eins.
Enginn sem áhuga hefur á sambúð fólks af ólíkum menningaruppruna en einnig á sambúð ríkis og trúfélaga má láta fyrirlestur Blandine Kriegel nk. fimmtudag fara framhjá sér.

Blandine Kriegel á að baki merkan fræðimannsferil, var m.a. nemandi og um langt árabil einn helsti samstarfsmaður Michel Foucault. Í ritum sínum hefur hún m.a. sett fram mikilvægar hugmyndir um sögu og hlutverk ríkisvaldsins, m.a. í bókunum Ríkið og þrælarnir og Heimspeki lýðveldisins. Síðustu ár hefur hún einnig starfað sem sérstakur ráðgjafi Jacques Chirac Frakklandsforseta í málefnum innflytjenda og er formaður Haut conseil de l’intégration, ráðgjafanefndar frönsku ríkisstjórnarinnar um aðlögun fólks af erlendum uppruna að frönsku samfélagi.

Sama kvöld, 14. apríl, kl. 20.30, heldur hún annan fyrirlestur um læriföður sinn Michel Foucault í húsakynnum Alliance française, Tryggvagötu 8.

Báðir fyrirlestrarnir verða á frönsku en enskri þýðingu verður dreift til áheyrenda, auk þess sem spurningar og umræður verða túlkaðar jafnóðum á íslensku.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Deildu