Gyðingahatur og helförin

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

06/04/2005

6. 4. 2005

Ég mæli eindregið með ágætri grein Egils Helgasonar “Ísland, zíonismi og gyðingahatur” sem er að finna á vefsíðu hans. Sérstaklega er áhugaverð umræðan sem hefur skapast um greinina. Of algengt er að fólk geri ekki greinarmun á gyðingum, Ísraelsstjórn og Ísraelum. Margir sem hafa andstyggð á stefnu Ísraelsstjórnar yfirfæra vanþóknun sína yfir á alla gyðinga […]

Ég mæli eindregið með ágætri grein Egils Helgasonar “Ísland, zíonismi og gyðingahatur” sem er að finna á vefsíðu hans. Sérstaklega er áhugaverð umræðan sem hefur skapast um greinina. Of algengt er að fólk geri ekki greinarmun á gyðingum, Ísraelsstjórn og Ísraelum. Margir sem hafa andstyggð á stefnu Ísraelsstjórnar yfirfæra vanþóknun sína yfir á alla gyðinga eða alla Ísraelsbúa sem er afar ósanngjarnt. Í umræðunum er einnig fjallað um helförina og þá undarlegu skoðun sumra að hún hafi ekki átt sér stað.


Ég mæli með bókunum Denying History og Why People Believe Weird Things eftir efasemdarmanninn Michael Shermer fyrir þá sem hafa áhuga á gagnrýnni umræðu um helförina. Shermer fjallar ítarleg um málflutning þeirra sem vilja afneita helförinni og hvers vegna þeir hafa rangt fyrir sér að nær öllu leiti.

Deildu