Það var virkilega gaman að sjá hve margir mættu til að taka þátt í Hinsegin dögum í dag þrátt fyrir hellidembu. Það var örugglega sett met í regnhlífanotkun í dag. Eins og venja er var skrúðgangan litskrúðug og fjörug og mikið um dýrðir.
Þegar að Lækjargötu var komið voru sýnd skemmtiatriði og hrífandi ávörp flutt. Í einni ræðunni voru skoðanasystkini páfans og Bush Bandaríkjaforseta hér á Íslandi hvött til að koma út úr skápnum með fordóma sína. Öðruvísi er ekki hægt að berjast gegn fordómunum. Ég óska aðstandendum hátíðarinnar til hamingju.