Það stefnir allt í spennandi kosningavöku í kvöld og í nótt. Þar sem ég styð Samfylkinguna í þetta sinn vil ég auðvitað að hún nái sem bestum árangri. Ég yrði mjög sáttur ef úrslit kosninganna yrðu þau að Samfylkingin yrði næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn +/- 3%.
Sama hvar við stöndum í flokkum held ég að sú niðurstaða sé holl fyrir lýðræðið. Það getur einfaldlega ekki verið gott að einn flokkur sé alltaf langstærstur. Það þarf að vera virk samkeppni í stjórnmálum eins og annars staðar.
Ef einhver hefur annars áhuga á því að vita hvar ég stend í stjórnmálum getur hann neðangreinda grein, en þar kemur fram hvaða grunnhugmyndafræði ég aðhyllist:
Niðurstöður pólitískra prófa (mjög vísindalegt auðvitað :))
Ég á að kjósa Samfylkinguna