Stjórnarskrárbrot á Íslandi?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/09/2002

16. 9. 2002

Ungir jafnaðarmenn hafa nú gefið út áhugavert rit sem nefnist ,,Stjórnarskrárbrot á Íslandi?“ en ég tók þátt í að semja þetta rit þegar ég var enn í Ungum jafnaðarmönnum. Ég átti helst þátt í að semja kaflan um trúfrelsi: Trúfélögum mismunað 62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið […]

Ungir jafnaðarmenn hafa nú gefið út áhugavert rit sem nefnist ,,Stjórnarskrárbrot á Íslandi?“ en ég tók þátt í að semja þetta rit þegar ég var enn í Ungum jafnaðarmönnum. Ég átti helst þátt í að semja kaflan um trúfrelsi:

Trúfélögum mismunað
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

Samkvæmt lögum er engum bannað að stunda trú sína hér á landi en á móti kemur að margt í landslögum og í framkvæmd yfirvalda gerir það að verkum að hér er ekki raunverulegt trúfrelsi. Eitt trúfélag hefur sérstaka vernd umfram önnur samkvæmt stjórnarskrá landsins, þeirri sömu stjórnarskrá sem kveður á um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum óháð því hvaða trú þeir aðhyllast.

Óeðlileg fjárhagsleg tengsl eru á milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar annars vegar og milli ríkisins og trúarbragða almennt hins vegar. Ríkið greiðir enn laun presta þjóðkirkjunnar og styður þannig starfsemi hennar umfram önnur trúfélög. Almenningi er einnig bannað samkvæmt lögum að vinna á helgidögum þjóðkirkjunnar. Vegna óeðlilegra tengsla ríkis og kirkju er atvinnulífinu settar skorður. Hægt er að nefna margs konar fleiri forréttindi þjóðkirkjunar en það er ljóst að þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum er sú ekki raunin, hvorki í orði né á borði.

Einnig hefði ég viljað sjá minnst á þau stjórnarskrárbrot sem ríki og sveitarfélög hafa framið með því að banna svokallaða einkadansa. En við slíkum yfirlýsingum var vart að búast frá ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks á kosningavetri.

Að öðru leyti er þetta áhugavert og vel unnið plagg!

sjá nánar:
www.politik.is

Deildu