Í desember árið 2000 skrifaði ég umdeilda grein þar sem ég benti á að flestir frjálshyggjumenn þessa lands væru flestir, samkvæmt eigin skilgreiningu, í kommúnistaflokki. Enn fremur benti ég á að sumir þeirra ættu betur heima í flokki frjálslyndra jafnaðarmanna en í Sjálfstæðisflokknum en aðrir ættu að stofna eigin flokk frjálshyggjumanna. Það hefur nú gerst.
Frjálshyggjumenn hafa nú loksins yfirgefið Íhaldsflokkinn og stofnað frjálshyggjufélag. Mikið var segi ég nú bara. Meðal stofnfélaga eru m.a. nokkrir fyrrverandi stjórnarmenn í Heimdalli, þ.a.m. fyrrum varaformaður þess félags. Nú þurfa bara allir frjálslyndu jafnaðarmennirnir sem leynast í íhaldsflokkunum að finna sér viðeigandi vettvang.