Einelti – Helvíti á Jörð

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

29/06/2002

29. 6. 2002

Nú eru tökur á heimildarþættinum um einelti sem ég tek þátt í að framleiða svo gott sem búnar. Klippivinna og önnur nákvæmnisvinna er hafin. Við vonumst til að þátturinn verði að fullu tilbúinn við lok sumars, en framvindan fer svolítið eftir því hvernig okkur gengur að safna styrkjum. Þetta er búið að vera nokkuð dýrt […]

Nú eru tökur á heimildarþættinum um einelti sem ég tek þátt í að framleiða svo gott sem búnar. Klippivinna og önnur nákvæmnisvinna er hafin. Við vonumst til að þátturinn verði að fullu tilbúinn við lok sumars, en framvindan fer svolítið eftir því hvernig okkur gengur að safna styrkjum. Þetta er búið að vera nokkuð dýrt og tímafrekt þannig að ekki veitir okkur af peningunum. Ég setti upp einfalda vefsíðu til að kynna þáttinn og er hana að finna á skodun.is/einelti. Allar athugasemdir eru vel þegnar. Maður er svolítið að opinbera sig þarna, og ég viðurkenni að það er svolítið óþægilegt.

Annars er ég mjög ánægður með það hvernig staðið hefur verið að gerð þáttarins. Strákarnir (Krissi, Bjössi og Siggi) hafa allir staðið sig frábærlega að mínu mati og hingað til hefur þessi vinna verið mjög áhugaverð og oft nokkuð skemmtileg. Þá er bara að vona að þátturinn verði til þess að vekja athygli á einelti og afleiðingum þess…

Deildu