Rússnesk rúlletta með fé skattgreiðenda

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

28/04/2002

28. 4. 2002

Ég mótmæli harðlega fyrirhugaðri ríkisábyrgð upp á 20 þúsund milljónir sem íslenska ríkið hyggst veita Íslenskri erfðagreiningu ehf. vegna fjármögnunar á nýrri starfsemi fyrirtækisins á sviði lyfjaþróunar hér á landi. Ég fagna vitaskuld þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að laða til sín fjármagn og fyrirtæki en mótmæli um leið slíkum sértækum aðgerðum. Ef ríkisstjórn Íslands telur það […]

Ég mótmæli harðlega fyrirhugaðri ríkisábyrgð upp á 20 þúsund milljónir sem íslenska ríkið hyggst veita Íslenskri erfðagreiningu ehf. vegna fjármögnunar á nýrri starfsemi fyrirtækisins á sviði lyfjaþróunar hér á landi.


Ég fagna vitaskuld þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að laða til sín fjármagn og fyrirtæki en mótmæli um leið slíkum sértækum aðgerðum.

Ef ríkisstjórn Íslands telur það þjóðhagslega hagkvæmt að fá slíka starfsemi inn í landið þá væri mun nær að lækka skatta almennt á fyrirtæki eða framkvæma aðrar sambærilegar almennar aðgerðir. Það er ein mikilvægasta skylda yfirvalda að tryggja jafnræði meðal þegnanna og gengur ofangreind ríkisábyrgð þvert gegn þeirri skyldu.

Sú ríkisábyrgð sem ríkisstjórnin hyggst veita deCode er bæði sértæk og áhættusöm. Með aðgerðum sínum er ríkisvaldið þar með að hygla einu fyrirtæki umfram önnur auk þess sem það hefur tekið að sér að spila rússneska rúllettu með fé skattgreiðenda. Þetta get ég ómögulega sætt mig við.

Að lokum vil ég hvetja þingmenn til þess að kynna sér 48. grein stjórnarskrá Íslands og láta atkvæði sitt í þessu mikilvæga máli ráðast af sannfæringu sinni og hugsjón en ekki blindri flokkshollustu.

f.h. skattgreiðenda

Deildu