Í nafni Guðs

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

15/04/2002

15. 4. 2002

Ólafur Bárðason, Síonisti, var í Íslandi í dag á Stöð 2 áðan. Ólafur sem tengist ,,kristilega fjölskyldusjónvarpinu“ Omega telur að Ísraelar hafi heilagan rétt til þess að taka land af Palestínumönnum vegna þess að ,,það stendur í Biblíunni“. Þessi málflutningur er jafn sorglegur og hann er hættulegur. Þrælahald, nauðganir, kúgun kvenna, fordómar gegn samkynhneigðum, morð […]

Ólafur Bárðason, Síonisti, var í Íslandi í dag á Stöð 2 áðan. Ólafur sem tengist ,,kristilega fjölskyldusjónvarpinu“ Omega telur að Ísraelar hafi heilagan rétt til þess að taka land af Palestínumönnum vegna þess að ,,það stendur í Biblíunni“.


Þessi málflutningur er jafn sorglegur og hann er hættulegur. Þrælahald, nauðganir, kúgun kvenna, fordómar gegn samkynhneigðum, morð og limlestingar og mjög margt fleira hefur verið réttlætt með því að ,,það stendur í Biblíunni“.

Omegamaðurinn hefur auðvitað rétt fyrir sér. Það stendur í ,,hinni góðu bók“ að Guð almáttugur hafi gefið Ísraelum þetta land. En sem betur fer þá fer siðprútt og gott fólk ekki eftir þessari viðurstyggilegu bók. Biblían er svo uppfull af viðbjóði að það er ofar mínum skilningi af hverju hún er ekki stranglega bönnuð börnum.

Foreldrar sturlast, sumir hverjir, af reiði ef börnin þeirra sjá ber brjóst í sjónvarpinu eða heyra stórhættuleg orð eins og ,,ríða“ og ,,rassgat“ en flestum virðist alveg sama þó allur ljótleikinn sem í Biblíunni er sé þeim aðgengilegur. Að mínu mati ætti að vera límmiði á öllum Biblíum sem seldar eru í búðum þar sem segir: ,,VARÚÐ!!! Innihald þessarar bókar getur haft veruleg skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks, sérstaklega börn!“

Nær allt efni á Omega ætti að vera bannað börnum, endar boðskapurinn sem er predikaður þar vart við hæfi barna…

Deildu