,,Landsbyggðin“ og menntun

Logo

03/05/2001

Höfundur:

3. 5. 2001

Mér varð hugsað til þess þann 1.maí hversu margt getur betur farið í þessu annars góða þjóðfélagi okkar. Þar sem ég er nemi í Menntaskólanum á Akureyri standa menntamólin mér nærri og því er ekki úr vegi að skrifa örlítið um þau. Ef að stemma á stigu við stanslausum flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins sem er […]

Mér varð hugsað til þess þann 1.maí hversu margt getur betur farið í þessu annars góða þjóðfélagi okkar. Þar sem ég er nemi í Menntaskólanum á Akureyri standa menntamólin mér nærri og því er ekki úr vegi að skrifa örlítið um þau.


Ef að stemma á stigu við stanslausum flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins sem er öllum til ama (sveitarfélögunum vegna færri skattgreiðenda og borgarinnar vegna plássleysis) verður að bæta úr menntamálum á svæðinu.

Ef við lítum á tölur um hlutfall menntaðra kennara í grunnskólum landsins koma sjokkerandi tölur í ljós. Á höfuðborgarsvæðinu eru um 95% kennara menntaðir en á Vesturlandi og Norðurlandi vestra er um 60%. Bein fylgni er á milli árangurs nemenda og þessara talna.

Annað vandamál sem að byggðir landsins standa frammi fyrir er svo landflótti þeirra sem ná árangri. Hvers slags sanngirni er það fyrir sveitarfélögin að ala upp góða nemendur við kröpp kjör sem skila síðan engu af sér til sveitarfélagsins? Ég þekki þetta einmitt vel vegna þess að í mínum bekk í MA er um helmingur nemenda frá þorpum utan Akureyrar s.s. Mývatnssveit, Stöðvarfirði, Bíldudal.

ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA UMHUGSUNAREFNI AÐ ENGINN ÞESSARA NEMENDA HUGSAR SÉR AÐ HANN MUNI FLYTJA AFTUR TIL HEIMABÆJAR SÍNS! Þegar ég spyr stelpurnar að austan af hverju þær fóru ekki í Menntaskólann á Egilsstöðum er svarið einfalt : HANN ER LÉLEGUR!

En hvað er til ráða?
Nú heyrist að stefnt sé að því að nýr framhaldsskóli rísi í utanverðum Eyjafirði á næstu árum, er það nú svo sniðugt? Væri ekki sniðugra að styrkja þá sem fyrir væru og láta hugsandi fólk hugsa fyrir sína heimabyggð?

Til þess að hægrisamfélag þar sem hver kemst áfram á sínum verðleikum virki þarf tvennt að vera í fullkomnu lagi. Annars vegar sterk samkeppnislöggjöf og hins vegar að allir byrji sem jafnastir. Til þess verður íslenska ríkið að styrkja grunn- og ekki síður framhaldsnám á landinu.

Halldór B. Halldórsson
Varaformaður VÍMA (vinstrimenn í MA)
og stjórnarmaður í UVGA (ungir vinstri-grænir á AK.)

Deildu