Mennski Davíð

Logo

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Kolbeinn Hólmar Stefánsson sat í ritstjórn Skoðunar frá mars 2000 til febrúar 2001.

03/11/2000

3. 11. 2000

Og hér vorum við, bölvandi því hve skapstyggur forsætisráðherra hefur verið. Og eftir áralangar vangaveltur um orsök skapstyggðar Davíðs hefur komið í ljós að hún stafar að svefnleysi. Það eru þó ekki áhyggjur af eigin stöðu sem halda vöku fyrir forsætisráðherra heldur situr hann allar nætur og skrifar reyfara. Eftir þetta langa tímabil hroka og […]

Og hér vorum við, bölvandi því hve skapstyggur forsætisráðherra hefur verið. Og eftir áralangar vangaveltur um orsök skapstyggðar Davíðs hefur komið í ljós að hún stafar að svefnleysi. Það eru þó ekki áhyggjur af eigin stöðu sem halda vöku fyrir forsætisráðherra heldur situr hann allar nætur og skrifar reyfara.


Eftir þetta langa tímabil hroka og fýlu voru margir á því að Davíð væri búinn að tapa sér í valdinu. Í skúmaskotum allra flokka töluðu menn um að tími væri komin til að hvíla karlinn og setja einhvern mannlegri í staðinn. Svo, þegar allir eru í þann mund að gefast upp, stígur goðið af stallinum og tilkynnir að hann sé að dunda sér við ritstörf. Þjóðin andar léttar. Þetta er sá Davíð sem við þekkjum. Bústnar kynnar, úfið hár, skapandi fram í fingurgóma.

Auðvitað var Davíð ekkert hrokafullur. Auðvitað var hann ekki fúll. Hann var bara þreyttur enda upptekinn í aukastarfi við að skrifa jólgjöf fyrirtækja á borð við Eimskip til starfsmanna sinna. Engar ávaxtakörfur það árið.

Þetta rennir þó stoðum undir aðra þráláta umræðu sem þjóðin losnar ekki undan. Það er umræðan um hvort Davíð muni bráðlega láta af embætti forsætisráðherra. Tíu ár eru ærinn tími og langur og ekki óvíst að Davíð sé farinn að missa móðinn í þessu pólitíska langhlaupi. Davíð er þannig að undirbúa ævikvöldið þar sem hann verður virðulegur landsfaðir sem að skrifar notalegar spennusögur íslensku þjóðinni til óblandinnar ánægju.

Sjálfur hugsa ég þó til þeirrar umræðu um að laun stjórnmálamanna séu of lág. Ég fæ ekki séð hvernig nokkur maður getur látið enda ná saman á þeim lúsarlaunum sem forsætisráðherra fær. Því hefur Davíð, í örvæntingu sinni, ákveðið að drýgja tekjur sínar með rithöfundarlaunum og vonandi listamannalaunum frá Alþingi. Ég vona að hann fái bæði svo hann geti leitt þjóðina um ókomin ár.

Deildu