Fyrir stuttu birtist hér á Skoðun pistill Sigurðar Hólms undir heitinu ,,Af hverju er setning Alþingis kirkjuleg athöfn?“. Eftirfarandi setning kemur fyrir í grein Sigurðar: ,,Ég bíð bara eftir því að alþingismenn verði krafnir um að fara með bænir áður en þeir stíga upp í ræðustól og verði látnir fara með trúarjátninguna áður en þeir fá að taka þátt í þingstörfum Alþingis.“ Það merkilega við þetta er að hversu fáránlegt sem þetta hljómar, er þetta enga síður bara mjög rökrétt!
,,Ég trúi á Alþingi…“
Á Íslandi ríkir trúfrelsi. Í mínum huga hefur það þá merkingu, að Alþingi, jafnt sem aðrar opinberar stofnanir sem þjóna öllum landsmönnum, eigi ekki að bendla sig við trúarbrögð og alls ekki við einhverja eina gerðina framar öðrum. Að gera slíkt jafngildir því að þessi æðsta stofnun landsins, sé að mæla með einhverjum einum trúarbröðum framar öðrum, auk þess sem það er í raun móðgun við þá sem aðhyllast önnur trúarbrögð (eða eru trúlausir). Alþingi er einu sinni stofnum, hvers markmið og starfsvettvangur tengist beint trúarbrögðum á engan hátt (síðast þegar ég gáði). Það hlýtur því að vera fremur andtrúfrelsisaðgerð ef Alþingismenn væru skikkaðir til þess að fara með einhverjar kristilegar trúarathafnir á venjulegum vinnu degi (eins og t.d. að fara með trúarjátningu og þ.h.). Fyrir utanaðkomandi mann í íslensku samfélagi, sem væri að kynna sér þessi mál, ætti slíkt þó ekkert að koma á óvart!!!
Pælið í þessu, í samfélagi, þar sem þingfarastofnun landsins (á Íslandi: Alþingi) hefur störf sín í kirkju, meðal presta Kristinnar trúar, ætti það bara ekkert að koma á óvart, ef Kristilegar trúarathafnir ættu sér stað á fleiri tímapunktum en akkúrrat í upphafi starfsárs. Það er ekkert rökréttara (svona við fyrstu sýn í það minnsta) að þar sem Kristin kirkja hefur einhverja hlutdeild í störfum Alþingis, að sú hlutdeild verði að vera í upphafi starfsársins, fremur en í lokin, eða þess vegna hvenær sem er á starfsárinu.
Þannig að hreint rökfræðilega séð er samansemmerki milli þess að Alþingismenn fari í messu við upphaf ársins og að þeir syngi halelúja frá púltinu í Alþingishúsinu!!! Þetta hljómar kannski svolítið ýkt, en það er þó alls ekki ólógiskt að álykta svona. Þar sem það er greinilega lagt út frá því að Alþingi sé kristileg stofnun (einmitt með messugjörðum hennar í upphafi starfsársins), er einfaldlega ekki hægt að segja að einhverjar trúarlegar athafnir í stofnuninni á öðrum tímapunktum (hvort sem það séu bænastundir, sálmasöngur, eða lesið úr Ritningunni o.s.frv.) eigi eitthvað minna rétt á sér en messan í upphafinu, eða séu eitthvað óeðlilegri athafnir. Ef menn eru kristnir á annað borð, hlýtur það að þýða að menn séu kristnir alltaf, ekki bara stundum.
Alþingi allra landsmanna
Ef eitthvað mark sé takandi á þessum pælingum mínum hér að ofan, hlýtur það að teljast furðulegt (eða beinlínis órökrétt) að kirkjusókn sé meðal þess sem er á dagskrá Alþingis. Menn geta kannski sagt að þeir alþingismenn sem vilja ekki fara í kirkju, geti þá bara skrópað. Það má nefnilega fastlega gera ráð fyrir því að alþingismenn séu ekki allir meðlimir þjóðkirkjunnar (hreint tölfræðilega séð 7 talsins), og þó þeir væru allir meðlimir, þá hefur það ekki verið skilyrði fyrir setu á Alþingi að menn séu það (eða trúaðir á annað borð) og því hlýtur þessi tengsl Alþingi við kirkjuna að skjóta skökku við.
Þorsteinn Örn Kolbeinsson