Þann 4. ágúst síðastliðinn ritaði Sigurður Hólm Gunnarsson opið bréf til Félags íslenskra þjóðernissinna. Tilgangurinn var að fá skýr og málefnaleg svör frá þjóðernissinnum um þau stefnumál sem þeir birta á heimasíðu sinni. Rétt í þessu var okkur að berast svar frá Jóni Vigfússyni formanni Félags íslenskra þjóðernissinna.
Svar við opnu bréfi til Félags íslenskra þjóðernissinna
Við hjá félagi Íslenskra þjóðernissinna höfum yfirleitt annað betra að gera en að svara kveinstöfum „frjálslyndra“ en þar sem þetta bréf hafði einstakt afþreyingargildi fyrir okkur ákváðum við að láta í okkur heyra. Strax í formála lýsir þú yfir andstyggð þinni á þjóðernissinnum en jafnframt því kveðstu vera haldinn miklu óþoli gagnvart fordómum ? Þú hefur væntanlega enga persónulega reynslu af þjóðernissinnum því ég get ekki ímyndað mér nokkurn þann þjóðernissinna sem myndi umbera rausið í þér. Samt lýsir þú því yfir að það verði að taka á vondum skoðunum okkar, sem eru þá væntanlega „vondar“ einfaldlega vegna þess eins að þær samræmast ekki þínum draumaheimi. Við erum líklega einu aðilarnir sem koma að þessum málum á einhvern hátt sem sem erum ekki uppfullir af fordómum.
Kemur það að mestu til af því að við höfum brennandi áhuga á því sem við erum að gera og höfum þess vegna eytt ómældum tíma í að fræðast um þessi mál í gegnum árin. Nokkuð sem fordómafullir hrokagikkir eins og þú ættuð kannski að taka til fyrirmyndar áður en þið farið að gera ykkur breiða sem málsvara framandi kynþátta. Það liggur við að maður vorkenni innflytjendum fyrir það eitt að þeir einu sem tala máli þeirra hér á landi eru oftast veruleikafirrtir einstaklingar sem láta tilfinningasemi ráða gjörðum sínum í stað þess að draga lærdóm af reynslu annarra af þessum málum. Hvað varðar dylgjur um að við höfum ekki þorað að koma fram undir nafni þá held ég að seint verðum við bendlaðir við þess háttar heigulsskap þar sem við höfum staðið fyrir okkar málstað, bæði í sjónvarpi og blöðum, undir fullu nafni og með meðfylgjandi myndbirtingum. Hvað um það, við munum svara þessum andlega gerilsneydda spurningalista eftir bestu getu hér á eftir og í guðanna bænum farið þið nú að láta ykkur detta einhverjar nýjar spurningar í hug, okkur er farið að gruna að þið frjálslyndisfasistarnir séuð að reyna að drepa okkur úr leiðindum. Hafið þið EKKERT ímyndunarafl??
1) Hvað varðar útlendinga af öðrum en evrópskum uppruna er það nær eingöngu vel skrásett háttalag þeirra hvar sem þeir drepa niður fæti sem „angrar okkur.“ Vonum við að þeir hljóti að vera búnir að fá það mikla útrás fyrir niðurrifshvatir sínar í flestum þjóðfélögum Evrópu að við Íslendingar eigum jafnvel einhverja von um að fá að vera í friði fyrir þessu fólki. Allur áróður sem miðar að því að brjóta niður stolt og sjálfsvitund íslensku þjóðarinnar flokkast undir óæskileg menningaráhrif, því án þessara hluta er Ísland ekkert annað en vinnubúðir fyrir íslenska atvinnurekendur og í kjölfarið fylgir uppgangur sjálfseyðingarsinna eins og þér. Litarhaft manna er okkur ekkert hjartans mál, það skipti engu máli þó Afríku og Asíubúar kæmu allir snjóhvítir úr klórbaði, þeirra innræti og hátterni yrði það sama. Hvítir svikarar við sitt eigið fólk sem hvetja til blöndunar og greiða fyrir ágangi útlendinga er þó líklega eina fólkið sem við hötum.
2) Við erum eindregið á móti „þáttöku“ Íslands í ESB vegna þess að það er glæpsamlegt gagnvart íslensku þjóðinni að framselja sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga ,og þar með möguleika okkar á að geta mótað okkar eigin framtíð, í hendurnar á einhverjum gerspilltum skrifstofublókum í Brüssel. Þetta er hlutur sem frelsishetja eins og þú ættir jafnvel að skilja.
3) Við höfum svarað þessari spurningu að mestu leyti í lið 1 en það vefst dálítið fyrir okkur hvers vegna er verið að draga ríkisstofnun eins og kirkjuna inn í umræðuna þar sem við erum ekki ennþá forsvarar fyrir ríkið. Þar að auki held ég að innantómt kjaftæði eins og tilraunir til að fá fólk til að halda upp á Valentínusardaginn og þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna séu hreinlega engum til góðs en þetta er hvað yfirgengilegasta dæmið um hvað sleikjuháttur fólks gagnvart útlendingum getur gengið langt. Við getum jafnvel átt von á því í framtíðinni að þurfa að halda upp á Purim og fara með Kol Nidre fyrst við erum komin með gyðing inn á Bessastaði.
4) Ef það á að teljast einhver dragbítur á okkar málstað að vilja viðhalda íslenskunni þá segir það allt sem segja þarf um þá svartnættistíma sem við erum að upplifa. Það er svo sjálfsagt mál að á Íslandi tali Íslendingar sína íslensku að ekki þarf að ræða þetta. Þeir sem eru eitthvað ósáttir við íslensku eru best geymdir einhversstaðar annarsstaðar. Það er sjálfsagður hlutur að í skólum landins sé hlúð að móðurmálskennslu barna og ætti að efla það nám til muna, íslenskan er mjög litskrúðugt og blæbrigðaríkt mál sem væri synd og skömm að glopra niður í einhverju hugsunarleysi. Það verður kannski það næsta sem þú og þínir líkar takið uppá, að krefjast þess að hér verði eingöngu töluð enska til að gera innflytjendum lífið léttara?
5) Hvítir menn hafa ekki verið leiðandi afl í veröldinni um ótaldar aldir eingöngu fyrir velvilja eða þolinmæði annara kynþátta heldur fyrir sköpunargáfu og atorku sem á sér engan líka í heiminum.
Bara það að hér sé reglulega gengist fyrir sníkjuherferðum til styrktar VANÞRÓUÐUM löndum er ágætis dæmi um þann reginmun sem er á hvítu fólki og öðrum. Helsti galli hvíta mannsins er sá að umburðarlyndi okkar gagnvart öðrum er orðið það mikið að við erum farin að ganga nærri okkar eigin fólki til að fullnægja „mannúðarsjónarmiðum“ fólks sem er ekki í neinum tengslum við uppruna sinn eða veruleikann yfir höfuð. Á meðan meira er barist fyrir ofverndun hvalastofna en framtíð hvíts fólks erum við á algerum villigötum. Hver á að fóðra þessi vanþróuðu lönd ef hvíti maðurinn deyr út, kannski Keiko, Moby Dick og Flipper taki sig saman um það? Ættleiðingum afrískra og asískra barna erum við ekki frekar á móti en hundahaldi.
6) Hugsunarleysi og draumórar alþjóða og frjálshyggjumanna í viðleitni þeirra til að neyða fólk af ólíkum uppruna til að búa saman hafa orsakað öll innflytjendatengd vandamál í heiminum í dag.
Við þjóðernissinnar viljum koma í veg fyrir þessi vandamál sem þið hafið skapað. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að það væri lítill grundvöllur eða hljómgrunnur fyrir málstað þjóðernissinna ef þið létuð af þeirri áráttu ykkar að nauðga allra þjóða kvikindum upp á vestræn samfélög?
7) Teljum við að fáfræði þína og þröngsýni megi útskýra að einhverju leyti ef þú ert virkilega að leita að fræðslugildi í flíkum manna. Hvað snertir þessa boli þá eru þeir ákveðin viljayfirlýsing og á meðan við göngum í þeim þarf enginn að láta sér detta í hug að við höfum einhverjar ástæður til að leyna skoðunum okkar. Ef að það fer eitthvað fyrir hjartað á innflytjendum að heimamenn vilji hafa landið fyrir sig þá er ekkert nema gott um það að segja.
Þú segir að lokum að til að allt gangi upp þurfum við Íslendingar að leggja okkur meira fram um að greiða götu útlendinga svo þeir geti sest hér að. Til hvers? Það er ekkert náttúrulögmál að við þurfum að hleypa hvaða skrælingja sem er inn í landið. Sá heilaþvottur sem þú ýjar að í framhaldi af þessu er í fullum gangi á Íslandi í dag svo að ég get ekki séð að þú hafir yfir neinu að kvarta.
Innilegar bataóskir til handa ykkur höfuðsóttargemlingunum, lifið heil.
Jón Vigfússon
Formaður félags íslenskra þjóðernissinna
Nánar: