Í dag flutti ég fyrirlestur í upphafstíma Fræðadaga Heilsugæslunnar sem haldinn er á Grand Hótel í dag og á morgun. Erindið var um hjálækningar og kukl (sem er ekki það sama) og hvernig staðan er í dag í þeim málum hérlendis. Einnig um það hvað megi gera til að sporna við uppgangi heilsusvindls og meðferða sem geta afvegaleitt fólk og valdið því skaða. Fór ég nokkuð vítt og breitt yfir sviðið. Mikilvægt er að skilgreina hvað felst í því „óhefðbundna“ þannig að það megi halda uppi rökréttri umræðu um þessi mál og ég geri tilraun til þess í fyrirlestrinum.
Smá nasasjón af því sem kom fram í fyrirlestrinum kom fram í tíu fréttunum í kvöld.
Fyrir ykkur sem viljið kynna ykur efni fyrirlsetursins er glæruskjalið sem fyrirlesturinn er byggður á niðurhalanlegur með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. (Powerpoint Show um 4.3 Mb).
Kukl og gervivísindi-f.heimilislækna2013
Góðar stundir!