Inga Solla vs. Björn Borg

skodun-2-0_logo_blatt-1200
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björn Bjarnason mættust í Silfri Egils í gær. Það má með sanni segja að ,,mátturinn“ hafi verið með Ingibjörgu. Hún gjörsamlega bakaði menntamálaráðherrann fyrrverandi. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki hlutlausasti maðurinn til að fjalla um þetta en ég held að það hafi bara ekki farið á milli mála hver var sterkari aðilinn í þessu einvígi. Þó ég sé alls ekki alltaf sammála henni þá ber ómælda virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er augljóslega mjög skynsöm og ótrúlega rökföst. Hún æsir sig aldrei í rökræðum eða fer út í neitt rugl. Hún heldur alltaf ró sinni og er yfirleitt vel undirbúinn. Hún er sá stjórnmálamaður sem mér þykir hvað skemmtilegast að hlusta á í dag.

Áfram Ingibjörg! X-R

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka