Síðustu tvo daga hef ég fengið að taka þátt í fjölmiðlaverkefnum nemenda í Borgarholtsskóla í Grafarvoginum. Hef ég verið boðaður í tvö sjónvarpsviðtöl sem nemendur skólans sjá alfarið um sjálfir í stúdíói sem hefur verið sett upp í einni af kennslustofum skólans. Í fyrra viðtalinu ræddum við um drauga og í því seinna um kristinfræðikennslu í grunnskólum.
Það var virkilega gaman að sjá þetta skemmtilega starf sem fram fer í Borgarholtsskóla. Það liggur við að maður öfundi þessa krakka fyrir að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði svo sannarlega valið mér þessa braut hefði hún verið til boða þegar ég var í framhaldsskóla.
Hægt er að fylgjast með starfi þessa unga fólks á vefsíðunni www.infomedia.is.