Næstkomandi laugardag, 21. febrúar, verður haldið málþing á vegum Kristilegra skólasamtaka (KSS) um hvort kristin trú sé úrelt. Yfirskrift málþingsins er „Er kristin trú úrelt? Er kirkjan dauð?“. Undirritaður hefur verið fenginn til að halda stutt erindi um málið sem fulltrúi trúleysingja. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri KSH, og Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri KFUM & K, fjalla um málið út frá sínum sjónarhóli
Málþingið, sem haldið verður í húsi KFUM & K (Holtavegi 28), hefst klukkan 13:30 og stendur til 15:30.
Á vefsíðu KSS stendur eftirfarandi um málþingið:
Fyrir hönd kristinnar trúar verða Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri KSH, og Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri KFUM&K. Fyrir hönd trúleysingja mætir Sigurður Hólm Gunnarsson, ritstjóri Skoðunar og varaformaður Siðmenntar.
Málþingið verður í stjóra salnum frá kl. 13:30-15:30 á Holtavegi 28. Málefnið er: „Er kristin trú úrelt?“ ..og: „Er kirkjan dauð?“
Byðjið fyrir þessum viðburði.
Sjáumst.
Allir sem eru tilbúnir að fjalla um umræðuefnið á málefnalegan hátt eru hvattir til að mæta.