Ég mætti á hugvekju Siðmenntar á Hótel borg í dag. Þar flutti Svanur Sigurbjörnsson fína ræðu um Heilbrigði þjóðar. Hvet fólk til að lesa ræðu Svans á vefsíðu Siðmenntar. Athyglisvert fannst mér að stuttu síðar var vígslubiskup með áróður í Dómkirkjunni. Í predikun sinni sagði séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup þingmönnum að tilvist þjóðkirkju í stjórnarskrá ógnaði ekki trúfrelsi í landinu. Þessu er ég ósammála. Svosem allt í lagi að ég og vígslubiskup séum ósammála en mér finnst ekki í lagi að vígslubiskup geti notað úrelta hefð Alþingis um messuhald fyrir þingsetningu til að breiða út skoðanir sínar um hvað felst í trúfrelsi og hvað ekki.
Um hugvekju Siðmenntar:
http://sidmennt.is/2012/09/11/sidmennt-baud-upp-a-hugvekju-fyrir-althingismenn-i-fimmta-sinn/
Ræða Svans Sigurbjörnssonar:
http://sidmennt.is/2012/09/11/heilbrigdi-thjodar-raeda-flutt-vid-thingsetningu-2012/
Frétt um predikun vígslubiskups á mbl.is:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/11/byggd_a_sambandinu_vid_thjodina/