Bernie Sanders gengur betur en Obama

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/10/2015

19. 10. 2015

Vestanhafs keppast fjölmiðlamenn og stjórnmálaskýrendur við að fullyrða að sósíaldemókratinn Bernie Sanders eigi enga möguleika á því að vinna Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Benda þeir á að Clinton mælist oftast með mun meira fylgi en Sanders í könnunum. Þetta er í sjálfu sér rétt en ef við […]

Vestanhafs keppast fjölmiðlamenn og stjórnmálaskýrendur við að fullyrða að sósíaldemókratinn Bernie Sanders eigi enga möguleika á því að vinna Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Benda þeir á að Clinton mælist oftast með mun meira fylgi en Sanders í könnunum.

Þetta er í sjálfu sér rétt en ef við skoðum sambærilegar kannanir sem gerðar voru fyrir átta árum, þegar Clinton keppti við Barack Obama um útnefningu, kemur í ljós að Bernie Sanders gengur betur núna en Obama gekk fyrir átta árum.

Ef við skoðum kannanir frá RealClearPolitics.com sést sem dæmi að 20. október 2007 mældist Clinton með 47,5% fylgi en Obama aðeins með 21,7%. Munaði þá 25,8%.

Clinton_Obama_okt_2007

Núna, 19. október 2015 mælist Clinton 44,7% en Sanders með 24%. Munurinn er 20,7%.

Clinton_Sanders_okt_2015

Fyrir nákvæmlega 8 árum töldu langflestir að Hillary Clinton væri örugg með sigur. Stjórnmálaskýrendur sögðu þá að Bandaríkjamenn væru ekki reiðubúnir að kjósa blökkumann sem forseta. Nú segja þeir að Bandaríkjamenn muni aldrei kjósa “sósíalista”.

Fyrir átta árum lýsti Gallup því yfir að Clinton myndi næstum örugglega vinna Obama enda mældist hún yfirleitt með mikið forskot. Munaði næstum 30% í könnun sem gerð var 12. – 14. október 2007. Orðrétt segir í greiningu Gallup:

Gallup’s 2007 national presidential polling strongly points to Clinton winning the 2008 Democratic nomination. Barring something unusual or otherwise unexpected, she is well positioned for the 2008 Democratic primaries. Obama has not been an insignificant rival: he came within single digits of tying Clinton for the lead at two points this spring. But he has recently lost ground and is now in the weakest position relative to Clinton that he has been in all year.

Ég held, og vona, að stjórnmálaskýrendur hafi rangt fyrir sér nú, rétt eins og fyrir 8 árum.

Deildu